Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra
12. fundur
04.09.2025 kl. 11:00 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2405525 - Krókur - svæði 2 - Gásamýri 2-28 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Króks - Svæði 2 sem vísað hefur verið til grenndarkynningar. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreitum og lóðum við Gásamýri 2-12 og 14-28. Þeir sem grenndarkynning nær til hafa staðfest að þau gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsstjóri styttir hér með tíma grenndarkynningar í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skoðast breytingartillagan því samþykkt. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
2. 2506548 - Tjarnarbrekka 13 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um girðingar, allt að 1,8 m, á lóðarmörkum við Tjarnarbrekku 13, ásamt samþykki frá nærliggjandi lóðarhöfum. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við útfærslu sem er í samræmi við framlagða uppdrætti. Skipulagsstjóri leggur til að þar sem girðing er tekin inn á lóð skuli koma fyrir runnagróðri, til að milda ásýnd að girðingum.
3. 2501426 - Skeiðarás 6 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði að Skeiðarási 6, ásamt drögum að samkomulagi lóðarhafa og Garðabæjar um uppbyggingu á lóðinni, þar sem tillit er tekið til legu og stöðu lóðar innan þróunarsvæðis A í gildandi aðalskipulagi Garðabæjar.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis enda er það í samræmi við ákvæði gildandi deiliskipulags.
4. 2507240 - Móaflöt 51 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
5. 2505026 - Stekkholt 43 - 53 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
6. 2507181 - Vorbraut 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir fjölbýlishúss Vorbrautar 2 sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Uppdrættir eru í samræmi við ákvæði deiliskipulags en bílakjallari er breiðari en deiliskipulag kveður á um. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verði vikið frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað breidd bílakjallara varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjón Garðabæjar nr. 1182/2022.
7. 2508444 - Kauptún 4 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um staðsetningu skýlis fyrir rafbúnað tengdan hraðhleðslustöðvum. Skýlið er 12 m² pg 2,5 m á hæð. Skýlið er innan marka byggingarreglugerðar er varðar framkvæmdir óháðar byggingarleyfi. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við ofangreint skýli innan lóðar Kauptúns 4.
8. 2508290 - Hamraendi 14-20 - Ósk um umsögn
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Kjóavalla, sem samþykkt var á afgreiðslufundi skipulagsstjóra Kópavogs 31. mars 2025.
Tillagan gerir ráð fyrir 42,1 m² viðbygging innan hestagerðis vestan megin á lóðinni. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,31 í 0,34.
Skiplagsstjóri gerir ekki athugasemd við ofangreinda tillögu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).