Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
10. (962). fundur
21.08.2025 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Lilja Lind Pálsdóttir varabæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins. Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði. Fundargerð bæjarstjórnar frá 19. júní 2025 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2506023F - Fundargerð bæjarráðs frá 24/6 ´25.
Björg Fenger ræddi 15.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Urriðaholt Austurhluti, deiliskipulagsbreyting, Flóttamannavegur, 16.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Urriðaholt Norðurhluti 4. áfangi, deiliskipulagsbreyting, Flóttamannavegur, 17.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar- deiliskipulag útivistarsvæðis Urriðavatnsdölum, deiliskipulagsbreytingu Flóttamannavegur og 26.tl. viljayfirlýsingu um undirbúning stofnun skóla sérhæfðan fyrir einhverf börn. Björg lagði fram eftirfarandi bókun:
"Garðabær er skólabær sem leggur áherslu á að mæta fjölbreyttum þörfum barna. Grunnskólinn á að vera lærdómssamfélag sem endurspeglar lífið í allri sinni fjölbreytni. Að mati bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er það jákvætt skref að hefja undirbúning að stofnun sjálfstætt starfandi skóla sem sinnir sérstaklega þörfum barna með einhverfu.
Garðabær hefur á undanförnum árum lagt áherslu á fjölbreytt rekstrarform skóla, aukið val foreldra og nemenda og framsækið skólastarf. Við undirbúning þessa verkefnis verður byggt á þeirri reynslu sem þegar liggur fyrir í bænum, m.a. varðandi rekstrarform, húsnæðismál og faglegt eftirlit með skólastarfi."

Fundargerðin sem er 26.tl. er samþykkt samhljóða.
2. 2506030F - Fundargerð bæjarráðs frá 1/7 ´25.
Fundargerðin sem er 23.tl. er samþykkt samhljóða.
3. 2507002F - Fundargerð bæjarráðs frá 8/7 ´25.
Fundargerðin sem er 10.tl. er samþykkt samhljóða.
4. 2507010F - Fundargerð bæjarráðs frá 15/7 ´25.
Fundargerðin sem er 9.tl. er samþykkt samhljóða.
5. 2507019F - Fundargerð bæjarráðs frá 29/7 ´25.
Fundargerðin sem er 14.tl. er samþykkt samhljóða.
6. 2508005F - Fundargerð bæjarráðs frá 12/8 ´25.
Fundargerðin sem er 5.tl. er samþykkt samhljóða.
7. 2508010F - Fundargerð bæjarráðs frá 19/8 ´25.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 1.tl. úthlutunarskilmála Vetrarmýrar, fasi 2.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 1.tl. úthlutunarskilmála Vetrarmýrar, fasi 2.
Harpa Þorsteinsdóttir ræddi 1.tl. Úthlutunarskilmála Vetrarmýrar, fasi 2.
Björg Fenger ræddi 1.tl. úthlutunarskilmála Vetrarmýrar, fasi 2.

Fundargerðin sem er 10.tl. er samþykkt samhljóða.
8. 2506017F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 19/6 ´25.
Fundargerðin er lögð fram.
9. 2508007F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 14/8 ´25.
Fundargerðin er lögð fram.
10. 2506020F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 18/6 ´25.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 2.tl. snyrtilegt umhverfi 2025.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 3.tl. hreinsunarátak 2025.
Björg Fenger ræddi 3.tl. hreinsunarátak 2025.

Fundargerðin er lögð fram.
11. 2507013F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 16/7 ´25.
Fundargerðin er lögð fram.
12. 2506027F - Fundargerð velferðarráðs frá 27/6 ´25.
Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. tillögu um myndun rýnihópa varðandi þjónustu við fatlað fólk og 3.tl. búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 1.tl. tillögu um myndun rýnihópa varðandi þjónustu við fatlað fólk.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls að nýju og ræddi 1.tl. tillögu um myndun rýnihópa varðandi þjónustu við fatlað fólk.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls að nýju og ræddi 1.tl. tillögu um myndun rýnihópa varðandi þjónustu við fatlað fólk.
Harpa Rós Gísladóttir ræddi fundargerðina.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 1.tl. tillögu um myndun rýnihópa varðandi þjónustu við fatlað fólk. Þorbjörg lagði fram eftirfarandi bókun:
"Garðabæjarlistinn leggur áherslu á að mótuð verði tímasett aðgerðaráætlun í tengslum við endurskoðun stefnu í málefnum fatlaðs fólks á grundvelli þessara niðurstaðna."
Gunnar Valur Gíslason tók til máls að nýju og ræddi 1.tl. tillögu um myndun rýnihópa varðandi þjónustu við fatlað fólk.

Fundargerðin er lögð fram.
13. 2502251 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 13/6 ´25.
Fundargerðin er lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).