Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar - 46. (2194)

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi,
16.12.2025 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður,
Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður,
Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður,
Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður,
Hlynur Elías Bæringsson varamaður,
Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi,
Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Guðný Hrönn Antonsdóttir samskipta- og kynningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2512156 - Kynning á stöðu langtímahættumats Veðurstofu Íslands - Hraunvá.
Á fund bæjarráðs mættu Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins (AHS), Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, deildarstjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins (AHS) og Ingvar Sverrisson frá Aton og kynntu stöðu við vinnu langtímahættumats vegna hraunavár.

Hulda Hauksdóttir, deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
2. 2410186 - Skuldabréfaútboð Garðabæjar
Á fund bæjarráðs mætti Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir tilboðum í lántöku. Skuldabréfaútboði Garðabæjar í skuldabréfaflokknum GARD 11 1 lauk 15. desember 2025. Heildartilboð í flokkinn voru 6 talsins og námu samtals 920 m.kr. að nafnverði. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að samþykkja tilboð samkvæmt útboðinu að fjárhæð allt að 820 m.kr. að nafnverði, með ávöxtunarkröfu upp á 3,82%. Markaðsvirði útgáfunnar nemur 1.137.000.000 kr.
Fyrir útboðið var útistandandi í skuldabréfaflokknum GARD 11 1 að nafnverði 4.370 m.kr., en heildarstærð flokksins eftir útboðið verður því 5.190 m.kr. að nafnverði. Framangreindar fjárhæðir eru í samræmi við samþykktar lántökuheimildir.
3. 2504023 - Stekkholt 6 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sigurði Hrafni Kiernan, kt. 190969-4799, leyfi fyrir sólskála á þaki einbýlishúss að Stekkholti 6.
4. 2512144 - Bréf UMF Stjörnunnar varðandi áramótabrennu 2025, dags. 08.12.25.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi UMF-Stjörnunnar um að annast áramótabrennu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
5. 1903374 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 3. Norðurnes
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 11. desember 2025 varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Norðurness á Álftanesi.
Tillagan er í samræmi við tillögu að deiliskipulagi Norðurness.
Helstu breytingar sem tillagan gerir ráð fyrir eru eftirfarandi:
- Íþróttasvæði 1.07 Íþ(golfvöllur) stækkar, breytir um lögun og við það bætast nýir reitir austan Eyvindarholts og austan Kasthúsatjarnar.
- Íþróttasvæði 1.02 Íþ (hesthúsabyggð) á Eyri er fellt út.
- Íbúðarbyggð 1.05, 1.06 Íb og 1.10 Íb stækka og breyta lögun.
- Íbúðarbyggð bætist við vestan Blikastígs, 1.36 Íb
- Íbúðarbyggð verður felld út umhverfis Eyvindarholt og Breiðabólstaði og Grund.
- Svæði fyrir verslun og þjónustu verður umhverfis Breiðabólstaði og Grund.
- Svæði fyrir verslun og þjónustu verður umhverfis fyrrverandi útihús austan Breiðabólstaðatjarnar.
- Svæði fyrir verslun og þjónustu verður umhverfis Eyvindarholt.
- Hverfisvernd við Bessastaðatjörn breytir um lögun, minnkar norðan við tjörnina en stækkar á Eyri.
- Hverfisvernd við Kasthúsatjörn stækkar.
- Svæði fyrir iðnað 1.41 I verður staðsett norðan hafnarsvæðis vegna fyrirhugaðrar dælustöðvar fráveitu.
- Umfjöllun í kafla 3.3.3 í greinargerð aðalskipulagsins um skilgreind byggingarsvæði og íbúðafjölda breytist og gerir ráð fyrir hámarksfjölda íbúða á Álftanesi allt að 1.400 í stað 1.100.

Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Halda skal almennan kynningarfund í Álftanesskóla á meðan á forkynningu stendur.
Tillögu skal forkynna samhliða tillögu að deiliskipulagi Norðurness á Álftanesi, sem nær til sama svæðis.
6. 1803108 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Norðurnes Álftaness, deiliskipulag
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 11. desember 2025 varðandi tillögu að deiliskipulagi Norðurness á Álftanesi. Tillagan nær til Breiðabólstaðasvæðis, Eyrar, Kasthúsatjarnar og svæðisins umhverfis Eyvindarholt, Stekk, Asparvík og Tjörn, allt að landamörkum við Bessastaði og Akurgerði.
Þráinn Hauksson skipulagsráðgjafi gerði grein fyrir tillögunni sem er unnin af Landslagi ehf og Arkís ehf.

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi:
-Íbúðarbyggð verður á Breiðabólstaðasvæði sem gerir alls ráð fyrir 157 íbúðareiningum í sérbýli. (57 einbýlishúseiningar, 68 raðhúseiningar og 32 parhúseiningar). Á Norðurnesi eru alls 38 einbýlishús fyrir og verður samanlagður fjöldi því 195 húseiningar. Ný einbýlishús eru ein og hálf hæð, parhús ein hæð með risi og raðhús tvær hæðir.
-Golfvöllur verður norðan og vestan Bessastaðatjarnar og vestan Jörfavegar. Gert verður ráð fyrir 9 holu velli og æfingasvæði ásamt golfskála norðaustan við Eyvindarholt.
-Lóðir fyrir einbýlishús bætast við hjá Asparvík og Tjörn.
-Lóð fyrir hverfisstöð áhaldahús verður skilgreind þar sem hverfisstöð áhaldahúss er fyrir.
-Gert er ráð fyrir landfyllingum og sjóvörnum norðan Blikastígs til að verja núverandi byggð fyrir ágangi sjávar og auka rými vegna útivistarstíga og reiðstíga sem gert er ráð fyrir að verði á milli íbúðarhúsabyggðar og sjóvarnargarðs.
-Gert er ráð fyrir stígakerfi með stofnstígum, útivistarstígum og reiðstígum.
-Gert er ráð fyrir manngerðum hólmum í Bessastaðatjörn undan tjarnarbakka að norðanverðu.
-Gert er ráð fyrir leiksvæðum inni í byggð eða við jaðar hennar.

Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Halda skal almennan kynningarfund í Álftanesskóla á meðan á forkynningu stendur. Tillagan skal forkynnt samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030, sem nær til sama svæðis.

Við gildistöku deiliskipulagsins mun gildandi deiliskipulag umhverfis Kasthúsatjörn og Bessastaðatjörn frá árinu 1998 verða fellt úr gildi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).