1. 2508198 - Starfsáætlun ÍTG 2025 til 2026 |
Formaður kynnti og lagði tillögu að starfsáætlun íþrótta- og tómstundaráðs fyrir veturinn 2025/2026 og var hún samþykkt. |
|
|
|
2. 2501033 - Afreksstyrkir 2025 |
Afreksstyrkir ÍTG - haust úthlutun, hafa verið settir í auglýsingu á vef bæjarins, fésbókarsíðu og í Garðapóstinum. Umsóknarfrestur er til og með 7. september nk. á þar til gerðum eyðublöðum í gegnum þjónustugátt Garðabæjar. Með öllum umsóknum skal leggja fram afreksstefnu viðkomandi félags og umsögn um viðkomandi einstakling. |
|
|
|
3. 2508208 - Reglur um ferðastyrki ÍTG |
Formaður lagði fram drög að endurskoðuðum reglum um ferðastyrki ÍTG vegna landsliðsferða einstaklinga. Góðar umræður fóru fram um ýmis atriði í reglunum en ráðið stefnir að því að leggja nýjar reglur fyrir bæjarráð í september eða október nk. |
|
|
|
4. 2404116 - Íþróttaþing Garðabæjar |
Íþrótta- og tómstundaþing Garðabæjar verður haldið í október næstkomandi. Góðar umræður fóru fram um fyrirhugaða greiningarvinnu og fyrirkomulag umræðna á þinginu. Fulltrúar íþrótta- og tómstundafélaga verða boðaðir til þingsins ásamt öðrum hagaðilum í bænum sem tengjast íþrótta- og frístundastarfi. |
|
|
|
5. 2408295 - Fótbolti fyrir alla - styrkbeiðni |
ÍTG samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 1.000.000 til Stjörnunnar til að geta haldið úti sérhæfðu íþróttastarfi fyrir börn og ungmenni með fötlun. Um er að ræða framhald af verkefni síðustu tveggja ára, "fótbolti fyrir alla" sem Stjarnan hefur haldið úti í samstarfi við íþróttafélagið Ösp í Reykjavík. |
|
|
|
6. 2503008 - Sinfó í sundi - Samfélagsgleði um allt land í lok ágúst |
ÍTG vekur athygli á viðburðinum "Sinfó í sundi" sem verður í Álftaneslaug 29. ágúst klukkan 20:00 á stórum skjá með hljóðkerfi svo gestir geti notið þess á sundlaugarsvæðinu. |
|
|
|
|
|
7. 2008582 - Ungmennahús undirbúningsvinna |
Ragnhildur Jónasdóttir sem ráðin hefur verið verkefnisstjóri við opnun Ungmennahúss í Garðabæ kynnti stöðu verkefnisins. Ungmennahús Garðabæjar fyrir 16 til 25 ára hefur starfsemi nú á haustmánuðum í samvinnu við Ungmennaráð Garðabæjar. Höfuðstöðvar Ungmennahúss verða á Garðatorgi við hlið Gróskusalarins en starfsemi klúbba um hin ýmsu áhugamál fer fram þar sem aðstaða er til í Garðabæ. Stefnt er að formlegri opnun 10. október nk. |
|
|
|
8. 2506010 - Kvöldakstur Strætó |
ÍTG fagnar lengingu á kvöldakstri Strætó á leiðum 22 og 23. innan Garðabæjar sem miðar að þörfum ungs fólks. Þetta hefur strax mikil áhrif á starfsemi íþróttafélaga og félagsmiðstöðva auk annarra sem bjóða þjónustu fyrir unglinga og ungmenni. |
|
|
|
9. 2506707 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Sigurrósar Ástu Þórisdóttur vegna unglingalandsliðsferðar á EYOF í Króatíu 19. júlí 2025. |
|
|
|
10. 2506638 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Benedikts Björgvinssonar vegna NM í körfubolta í Svíþjóð 25.06. 2025 |
|
|
|
11. 2501013 - Jón Þór Sanne Engilbertsson - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,- til Jóns Þórs Sanne vegna B-landsliðs á Dutch Open taekwondo championcships 2024. |
|
|
|
12. 2506535 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Kristins Sturlusonar vegna U15 í körfubolta á Nordic open í Finnlandi 2. ágúst 2025. |
|
|
|
13. 2506487 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Úlfs Týs Ágústssonar vegna NM U15 í körfubolta í Finnlandi 3. ágúst 2025. |
|
|
|
14. 2506402 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Kormáks Nóa Jack vegna NM U16 í körfubolta í Finnlandi 30.6.2025 |
|
|
|
15. 2506366 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Heiðrúnar Bjargar Hlynsdóttur vegna NM U18 kvenna í Svíþjóð 14. júní 2025. |
|
|
|
16. 2507010 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Kolbrúnar Maríu Ármannsdóttur vegna NM U18 kvenna í Svíþjóð 13. júní 2025.
|
|
|
|
17. 2507109 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Eyjólfs Guðgeirssonar vegna Smáþjóðaleika í hjólreiðum á vegum HRÍ 25.05 - 01.06. 2025 |
|
|
|
18. 2507028 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Heiðrúnar Bjargar Hlynsdóttur vegna Evrópumóts U18 kvenna í körfubolta 3. júlí 2025. |
|
|
|
19. 2507027 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Berglindar Kötlu Hlynsdóttur vegna NM U16 í körfubolta 30. júní 2025 í Finnlandi. |
|
|
|
20. 2507022 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Marinós Freys Ómarssonar vegna NM U15 karla í Finnlandi 2.-9. ágúst 2025. |
|
|
|
21. 2506133 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Daníels Geirs Snorasonar vegna NM U16 karla í körfubolta 30.júní 2025 í Finnlandi. |
|
|
|
22. 2506019 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Hans Jörgens Ólafssonar vegna HM U21 í handbolta karla 17.06.2025 í Póllandi. |
|
|
|
23. 2505382 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Matthíasar Dags Þorsteinssonar vegna Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar U17 í handbolta karla 19-26.júlí 2025. |
|
|
|
24. 2503278 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Ísabellu Waage Castillo vegna Dance World Cup á Burgos, Spáni 03.07.2025 á vegum Ungleikhússins flokkur PPU. |
|
|
|
25. 2507366 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Kormáks Nóa Jack vegna U16 í körfubolta til Makedóníu 5. ágúst 2025. |
|
|
|
26. 2508141 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.ooo til Baltasar Torfa Hlynssonar vegna NM U-15 karla í Finnlandi 3. ágúst 2025 |
|
|
|
27. 2508081 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr 20.000 til Kolbrúnar Maríu Ármannsdóttur vegna EM U-20 kv í körfubolta í Litháen 3.-14. júlí 2025 |
|
|
|
28. 2508034 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Daníels Geirs Snorrasonar vegna EM U-16 í körfubolta í Makedonía 5-17 ágúst 2025. |
|
|
|
29. 2507288 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Kolbrúnar Evu Hólmarsdóttur vegna EYOF (Ólympíuleikar Evrópuæskunnar) í fimleikum í Osijek Króatíu 19. júlí 2025.
|
|
|
|