Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
14. (966). fundur
16.10.2025 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins. Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði. Fundargerð bæjarstjórnar frá 2. október 2025 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2510001F - Fundargerð bæjarráðs frá 7/10 ´25.
Margrét Bjarnadóttir ræddi 2.tl. niðurstöður könnunar Gallup á breytingum á starfsumhverfi leikskóla og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju sinni með niðurstöður nýrrar Gallup-könnunar um leikskólamál í Garðabæ. Niðurstöðurnar sýna að starfsmenn meta líðan barna almennt mjög góða, leikskólarnir eru eftirsóknarverðir vinnustaðir en tveir af hverjum þremur starfsmönnum eru ánægðir. Niðurstöðurnar endurspegla það öfluga starf sem unnið er í leikskólum bæjarins.
Einnig kemur fram að foreldrar meta sveigjanlegan dvalartíma sem afar jákvæðan og að heildaránægja meðal foreldra er mikil. Sérstaklega er ánægjulegt að breytingarnar virðast ekki hafa áhrif á tekjulægri fjölskyldur.
Meirihlutinn telur þessar niðurstöður skýra vísbendingu um að stefna Garðabæjar í leikskólamálum sé að skila árangri bæði fyrir börn, foreldra og starfsfólk."

Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 2.tl. niðurstöður könnunar Gallup á breytingum á starfsumhverfi leikskóla.

Harpa Þorsteinsdóttir ræddi 2.tl. niðurstöður könnunar Gallup á breytingum á starfsumhverfi leikskóla.

Gunnar Valur Gíslason ræddi 2.tl. niðurstöður könnunar Gallup á breytingum á starfsumhverfi leikskóla og 6.tl. tilkynningu frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi fyrstu áætlun almennra jöfnunarframlaga og nýtt úthlutunarlíkan.

Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 2.tl. niðurstöður könnunar Gallup á breytingum á starfsumhverfi leikskóla.

Guðlaugur Kristmundsson ræddi 6.tl. tilkynningu frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi fyrstu áætlun almennra jöfnunarframlaga og nýtt úthlutunarlíkan ræddi 2.tl. niðurstöður könnunar Gallup á breytingum á starfsumhverfi leikskóla og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Viðreisn tekur undir ánægju með niðurstöður skoðanakönnunar á starfsumhverfi leikskóla. Fyrstu hugmyndir sem komu fram við þessa vinnu voru aðrar og víðtækari en þær aðgerðir sem voru settar til aðgerða að samtali og samráði loknu. Þær urðu til í góðu samtali milli bæjarfulltrúa, foreldra, starfsmanna, kennara og stjórnenda leikskóla. Heiðurinn að þessari niðurstöðu á ánægju er þessu samtali að þakka og hvernig tillit var tekið til ólíkra sjónarmiða í þessari vinnu, sem við gáfum okkur góðan tíma í.
Garðabæjarmódelið í leikskólamálum er tilkomið vegna góðs samtals í bæjarstjórn sem kallaði eftir virku samráði milli foreldra leikskólabarna, starfsmanna, kennara og stjórnenda leikskóla."
Þá ræddi Guðlaugur 3.tl. starfsmannakannanir og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Viðreisn og Garðabæjarlistinn óskaðu eftir samantekt á þeim starfsmannakönnunum sem hafa verið gerðar undanfarið. Við þetta tilefni vill Viðreisn minna á tillögu sína, sem dagaði uppi í fjárhagsáætlanagerð á sínum tíma, um að sveitarfélagið myndi taka upp púlskannanir meðal starfsmanna til þess að stíga markvissari skref í starfsmannamálum. Garðabær er stór vinnustaður og hefur margt starfsfólk í vinnu. Púlsmælingar eru skynsamlegar til þess að lágmarka kostnað til dæmis vegna fjarvinnu starfsfólks og til að grípa til markvissra aðgerða í fræðslu eða annarra aðgerða til þess að bæta t.d. líðan, afköst og starfsanda."
Loks ræddi Guðlaugur 1.tl. brunavarnaráætlun höfuðborgarsvæðisins - kynningu.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls að nýju og ræddi 2.tl. niðurstöður könnunar Gallup á breytingum á starfsumhverfi leikskóla og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Garðabæjarlistinn fagnar þeim jákvæðu niðurstöðum sem koma fram í könnun Gallup á áhrifum þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á starfsumhverfi leikskólanna. Við erum sannfærð um að gott samstarf þvert á flokka, samtal við foreldrasamfélagið og framlag starfsfólks hafi verið lykilatriði í því hversu farsælar breytingarnar hafa verið. Það sem við söknum helst úr könnuninni eru upplýsingar um það til hvaða aðgerða foreldrar hafa þurft að grípa til þess að mæta þessum breytingum, til dæmis hvort fólk hafi þurft að minnka við sig starfshlutfall. Það eru mikilvægar upplýsingar þegar áhrif breytinganna á jafnrétti kynjanna eru metin, þar sem ljóst er að leikskólakerfið er undirstaða jafnréttis á vinnumarkaði."

Almar Guðmundsson ræddi 2.tl. niðurstöður könnunar Gallup á breytingum á starfsumhverfi leikskóla og 3.tl. starfsmannakannanir og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að margþættar og fjölbreyttar kannanir eru nýttar til að kanna ánægju starfsfólks með starfsumhverfi, þ.m.t. púlskannanir. Á döfinni er að efla vægi púlskannana eins og fram kom á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag."
Þá ræddi hann 6.tl. tilkynningu frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi fyrstu áætlun almennra jöfnunarframlaga og nýtt úthlutunarlíkan.

Fundargerðin sem er 9.tl. er samþykkt samhljóða.
 
2509368 - Brunavarnaáætlun höfuðborgarsvæðisins - kynning.
 
Bæjarstjórn samþykkir brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. skv. 13.gr. laga nr. 75/2005 um brunavarnir og felur Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra, að staðfesta áætlunina fyrir hönd Garðabæjar.
 
2. 2510013F - Fundargerð bæjarráðs frá 14/10 ´25.
Björg Fenger ræddi 1.tl. sjóvarnir og lagði til að bókun bæjarráðs yrði áréttuð af bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn telur ástand sjóvarna í bænum óásættanlegt, enda mannvirki í eigu íbúa og sveitarfélagsins í hættu. Afar brýnt er að ekki verði tafir á fyrirhuguðum endurbótum Vegagerðarinnar á varnargörðum á Álftanesi og Hliðsnesi og þær hefjist á þessu ári. Ljóst er að framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar gengur ekki nægilega langt. Því er skorað á innviðaráðherra og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að tryggja fjármögnun á frekari endurbótum á sjóvörnum innan Garðabæjar."

Fundargerðin sem er 13.tl. er samþykkt samhljóða.
3. 2510003F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 7/10 ´25.
Fundargerðin er lögð fram.
4. 2510010F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 9/10 ´25.
Björg Fenger ræddi 1.tl. Miðbær, svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreytingu og 10.tl. Vetrarmýri - deiliskipulagsbreyting - skólalóð.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 5.tl. hjólreiðastefnu Garðabæjar.

Björg Fenger tók til máls að nýju og ræddi 5.tl. hjólreiðastefnu Garðabæjar.

Fundargerðin er lögð fram.
5. 2510004F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 8/10 ´25.
Björg Fenger ræddi 3.tl. Betri Garðabær - stjörnuskoðunarsvæði og 4.tl. trjálund við Álftanesveg.

Fundargerðin er lögð fram.
6. 2509041F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 2/10 ´25.
Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 1.tl. starfsáætlanir grunnskóla 2025-2026, 2.tl. Menntadag leik- og grunnskóla 2025 og 3.tl. Skólaþjónustu Garðabæjar - greining og tölfræði grunnskóla 2024-2025.

Harpa Þorsteinsdóttir ræddi 3.tl. Skólaþjónustu Garðabæjar - greining og tölfræði grunnskóla 2024-2025.

Sigríður Hulda Jónsdóttir tók til máls að nýju og ræddi 3.tl. Skólaþjónustu Garðabæjar - greining og tölfræði grunnskóla 2024-2025.

Harpa Þorsteinsdóttir tók til máls að nýju og ræddi 3.tl. Skólaþjónustu Garðabæjar - greining og tölfræði grunnskóla 2024-2025.

Guðlaugur Kristmundsson ræddi 3.tl. Skólaþjónustu Garðabæjar - greining og tölfræði grunnskóla 2024-2025.

Almar Guðmundsson ræddi 3.tl. Skólaþjónustu Garðabæjar - greining og tölfræði grunnskóla 2024-2025.

Bókun bæjarstjórnar:

"Með tilvísun í bókun sem lögð var fram í skólanefnd 2. október 2025 áréttar bæjarstjórn mikilvægi þess að ríkisrekin sérfræðiþjónusta starfi í nánu og samhæfðu samstarfi við skólaþjónustu sveitarfélagsins í samræmi við markmið farsældarlaganna.

Þrepaskipt skólaþjónusta byggir á því að hægt sé að hefja snemmtæka íhlutun strax þegar þörf er á, en það krefst þess að næsta stig þjónustu sé aðgengilegt og virkt.
Sérfræðingar á vegum ríkisins, svo sem sálfræðingar, geðlæknar, talmeinafræðingar og starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar og Geðheilsumiðstöðvar barna, gegna lykilhlutverki í að veita börnum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega þjónustu. Þegar biðlistar hjá þessum stofnunum eru langir, tefst íhlutun sem getur haft alvarleg áhrif á líðan, námsframvindu og félagslega þátttöku barna og slíkt ástand getur falið í sér brot á lögum og er á endanum mjög kostnaðarsamt fyrir bæði ríki og sveitarfélög.
Skólaþjónustan þarf að geta treyst á að kerfin sem hún vísar börnum til taki við og veiti þjónustu án óþarfa tafa."

Fundargerðin er lögð fram.
7. 2501149 - Fundargerð stjórnar SSH frá 6/10 ´25.
Fundargerðin er lögð fram.
8. 2502221 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 24/9 ´25.
Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl. fjárhagsáætlun 2026.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi fundargerðina.

Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls að nýju og ræddi fundargerðina.

Harpa Rós Gísladóttir ræddi fundargerðina.

Fundargerðin er lögð fram.
9. 2504457 - Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 29/9 ´25.
Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl. fjárhagsáætlanir byggðasamlaga 2026.

Fundargerðin er lögð fram.
10. 2502040 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1/10 ´25.
Fundargerðin er lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).