Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar - 1 (22-26)

Haldinn í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi,
15.06.2022 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Stella Stefánsdóttir formaður,
Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður,
Eiríkur Þorbjörnsson aðalmaður,
Greta Ósk Óskarsdóttir aðalmaður,
Eyþór Eðvarðsson aðalmaður,
Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur.
Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda
Gestur fundarins: Ásta Leifsdóttir, landvörður Garðabæjar


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1911396 - Loftlagsstefna Garðabæjar
Farið yfir loftlagsstefnu Garðabæjar og aðgerðaráætlun. Aðgerðaráætlun verður uppfærð við gerð fjárhagsáætlunar í haust.
2. 1810055 - Garðabær gegn sóun - Innkaupa- og úrgangsstefna Garðabæjar - Tillaga um að draga úr plastmengun
Staða við innleiðingu á innkaupa- og úrgangsstefnu Garðabæjar kynnt. Innleiðing er í fullum gangi.
3. 2206074 - Náttúrusvæði í Garðabæ
Linda Björk fór yfir náttúrusvæði í Garðabæ.
4. 2206073 - Snyrtilegt umhverfi 2022
Umhverfisnefnd leggur til að óskað verði eftir ábendingum íbúa vegna snyrtilegra garða, snyrtilegra fyrirtækjalóða, snyrtileg gatna ásamt ábendingum fyrir framlag til umhverfismála.
5. 2101352 - Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu
Farið yfir stöðu mála vegna samræmingar úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
6. 2205452 - Ákall til sveitarstjórna um allt land - MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI.
Umhverfisnefnd leggur til stuðning við verkefnið og er sammála um að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi við kennslu í skólum.

7. 2206139 - Skjálftamælir - leyfi fyrir uppsetningu
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að settur verði upp skjálftamælir á Garðaholti og fagnar verkefnum sem stuðla að minnkun á losun koldíoxíðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).