| 1. 2406836 - Miðbær, svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting. |
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Miðbæjar sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúða og aukningu á atvinnurými á lóðinni Garðatorg 1 (A). Einnig er gert ráð fyrir fjölgun fermetra á lóð 5a (H) þar sem gert verður ráð fyrir kjallara og 2.hæð að hluta. Hámarksfjöldi nýrra íbúða skal vera 40-45 íbúðir og gera skal ráð fyrir einu bílastæði í lokuðum bílakjallara og 0,7 bílastæði í opnum bílakjallara. Fyrir þá fermetra sem bætast við vegna atvinnurýma skal gera ráð fyrir 1 bílastæði á 35 fermetrar í opnum bílakjallara. Ef sýnt verður fram á með rökstuðningi að samnýting bílastæða sé möguleg getur fjöldi fermetra atvinnurýma orðið allt að 50 á hvert bílstæði. Gera skal ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkaðan bílakjallara á Garðatorgi. Hámarks hæðafjöldi fjölbýlishúss skal vera 5 hæðir til að koma í veg fyrir áhrif skuggavarps á nærliggjandi byggð. Bæta skal við 18 nýjum bílastæðum meðfram Vífilsstaðavegi í deiliskipulagi og skipulagsnefnd beinir því til Umhverfissviðs að útfærsla bílastæða framan við Garðatorg 5 og 7 sé löguð að gildandi deiliskipulagi og þar með fjölgað. Skipulagsnefnd beinir því þar að auki til umhverfissviðs að lögð verði fram áætlun um aðgerðir til þess að dreifa betur nýtingu bílastæða í Miðbæ Garðabæjar og létta á álagi um miðjan dag eins og samgöngumat hefur sýnt fram á að sé orðið töluvert. Byggingarreitur efstu hæðar syðsta hluta Garðatorgs 1 verði inndreginn að vestanverðu sem kemur í veg fyrir áhrif skuggavarps á Garðatorg 2. Fjöldi hæða þess hluta húss sem verður við hlið Hrísmóa 2 getur orðið 4 hæðir en þó ekki hærra en svo að komið sé í veg fyrir innsýn. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr. og 1.mgr.43.gr.skipulagslaga. Halda skal almennan kynningarfund á meðan á auglýsingu stendur.
|
|
|
|
| 2. 1405080 - Móar, endurskoðað deiliskipulag |
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Móum. Tillagan er endurskoðun á því deiliskipulagi sem uppbygging svæðisins studdist við en bætt er við ýmsum ákvæðum sem lagar deiliskipulagið að þeim kröfum sem gerðar eru til deiliskipulagsáætlana í samtímanum. Deiliskipulag þetta nær yfir göturnar Lyngmóa, Kjarrmóa, Hrísmóa og Kirkjulund 2 og 4, saman mynda þær Móa. Móarnir afmarkast við Lyngmóa til norðvesturs og norðurs, við Hofstaðabraut til austurs og við göturnar Hrísmóa og Kirkjulund til suðurs. Tillagan gerir ráð fyrir því að gatan Hrísmóar verði lokuð framan við Hrísmóa 13 að vestanverðu og framan við Hrísmóa 3 að austanverðu. Ný tenging komi frá Bæjarbraut norðan við Garðatorg 2 og þar yrði aðkoma að Miðbæ og að Hrísmóum 1, 6, 8 og 10. Tillagan hefur verið forkynnt samhliða tilllögu að breytingu deiliskipulags Miðbæjar og unnið hefur verið úr þeim ábendingum sem borist hafa. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr. og 1.mgr.43.gr.skipulagslaga. Halda skal almennan kynningarfund á meðan á auglýsingu stendur. Tillaga skal auglýst samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags Miðbæjar.
|
|
|
|
| 3. 2010080 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 6. Garðahverfi |
Lögð fram tillag að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem nær til Garðaholts og er í samræmi við framlagða tillögu að deiliskipulagi Garðahverfis. Tillagan er óbreytt frá fyrri auglýsingu árið 2021 og lá þá fyrir niðurstaða Skipulagsstofnunar að lokinni athugun. Stofnunin gerði ekki athugasemd við að tillagan yrði auglýst. Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði. |
|
|
|
| 4. 2010078 - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingareita. |
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Garðarhverfis. Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði. |
|
|
|
| 5. 2203422 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 10. Stígakerfi í þéttbýli og þjónustukerfi |
Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf gerði grein fyrir tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis. Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og umhverfissviði. |
|
|
|
| 6. 2305550 - Nýhöfn 1-5, breyting á bílastæðum |
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Sjálands sem nær til lóðarinnar Nýhöfn 1-5 og götunnar vestan við að lokinni auglýsingu. Ein athugasemd hefur borist. Vísað til úrvinnslu hjá Umhverfissviði. |
|
|
|
| 7. 2507428 - Ásgarður, dsk breyting, lýsing æfingavallar. |
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Ásgarðs að lokinni grenndarkynningu ásamt þeim athugasemdum sem borist hafa. Tillagan gerir ráð fyrir ljósamöstrum við æfingavöll norðan við keppnisvöll. Lögð fram greinagerð skipulagsstjóra þar sem fram koma svör við athugasemdum. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna óbreytta sem óverulega breytingu deiliskipulags Ásgarðs. |
|
|
|
| 8. 2509187 - Aratún 8 - Deiliskipulagsbr |
Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Silfurtúns sem nær til lóðarinnar Aratún 8 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði. |
|
|
|
| 9. 2510128 - Holtsbúð 59 - Fyrirspurn til umhverfissviðs |
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa að Holtsbúð 59 þar sem spurt er hvort skipulagsnefnd samþykki hæð girðingar að opnu svæði, staðsetningu smáhýsis við lóðarmörk að opnu svæði og útfærslu pergólu tengdri íbúðarhúsi. Svar: Skipulagsnefnd fellst ekki á girðingu á lóðarmörkum hærri en 1,5 m sem er sú hæð sem samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar heimilar. Þó svo að girðing sú sem fyrir er hafi verið um 1,8 m þá er það mat nefndarinnar að aðstæður á þessum stað sé með þeim hætti að ekkert tilefni sé til þess að fallast á hærri girðingu en samþykktin kveður á um. Myndir af eldri girðingu sýna auk þess að jarðvegi var lyft á þessum stað á meðan að lóðarmörk aðliggjandi lóða liggja neðar í fláa sem náði inn á lóðirnar og inn á opna svæðið. Á lóðinni nr.87 var fallist á hæð girðingar sem var að hluta til 1,8 m að hæð en þar eru aðstæður með þeim hætti að innsýn skapaðist af göngustíg sem liggur meðfram lóðinni. Skipulagsnefnd samþykkir staðsetningu smáhýsis og gerir ekki athugasemd við flatarmál þess enda er ekki kveðið á um smáhýsi í deiliskipulagi Holtsbúðar og Ásbúðar og gilda því ákvæði byggingarreglugerðar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útfærslu pergólu enda er hún innan byggingarreits sem er 1 metra frá lóðarmörkum að aðliggjandi lóð en 7 metrar frá lóðarmörkum að opnu svæði. |
|
|
|
| 10. 2510325 - Stekkholt 8 - Deiliskipulag |
Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir því að svalir á efri hæð nái 1 metra út fyrir byggingarreit að norðanverðu og að sunnanverðu. Samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að svalir nái 60 cm út fyrir byggingarreit. Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum lóðanna Stekkholt 6, 10, 19 og 21 sem og Vorbraut 11 og 13. |
|
|
|
| 11. 2409217 - Stekkholt 22 - Umsókn um byggingarleyfi |
Lögð fram tillaga að aðaluppdráttum einbýlishússins að Stekkholti 22 sem gerir ráð fyrir því að svalir á suðurhlið stækki frá þegar samþykktum uppdrætti. Skipulagsnefnd minnir á að á síðasta ári voru heimilaðar umtalsverðar breytingar á deiliskipulagi þar sem að byggingarreitur lóðarinnar færðist til suðausturs að opnu svæði auk þess sem byggingarmagn jókst á lóðinni. Skipulagsnefnd fellst ekki á að fjarlægð hússins frá fjölbýlishúsi við Vorbraut sé það lítil að það réttlæti þá breytingu sem óskað er eftir enda er sama fjarlægð þar og er í öðrum einbýlishúsum við Stekkholt og Útholt að fjölbýlishúsum við Vorbraut. Auk þess var dregið umstalsvert úr þeirri fjarlægð með því að fallast á að byggingarreitur flyttist til suðurs. Skipulagsnefnd er því ekki reiðubúin að fallast á umbeðna útfærslu á svölum. |
|
|
|
| 12. 2506035 - Vesturhraun 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Lögð fram umsókn um byggingaráform sem gerir ráð fyrir viðbyggingu við byggingu á lóðinni Vesturhraun að framanverðu. Vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar. |
|
|
|
| 13. 2509209 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir sauna hús |
| Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði. |
|
|
|
| 14. 2309496 - Sundabraut - Stofnbraut, nýr þjóðvegur í Reykjavík, nr. 0622/2023: Kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á aðalskipulagi) |
| Málinu vísað til umsagnar umhverfissviðs. |
|
|
|
| 15. 2510252 - Breyting á deiliskipulagi, Vellir miðsvæði vegna Tjarnarvalla 1, nr. 1317/2025: Auglýsing tillögu (Breyting á deiliskipulagi) |
| Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna. |
|
|
|
| 16. 2510253 - Breyting á deiliskipulagi fyrir Ásland 4, nr. 1315/2025: Auglýsing tillögu (Breyting á deiliskipulagi) |
| Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna. |
|
|
|