Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
18. (2071). fundur
09.05.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson varamaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2303176 - Steinprýði 17 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðna Jóhannessyni, leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni að Steinprýði 17.
2. 2304489 - Sveinskot - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Lækjakór ehf. leyfi til jarðvegsframkvæmda og landmótun á lóðum við Víðiholt.
3. 2304507 - Erindi frá Kópavogsbæ vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahverfi/Vatnsendahæð, dags. 27.04.23.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
4. 2304477 - Úthlutun og sala lóða á Hnoðraholti.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi að úthlutun lóða í 1. áfanga Hnoðraholts.
5. 2305031 - Stefnuráð byggðasamlaganna - fundargerðir 5., 6. og 7 fundar.
Lagðar fram fundargerðir stefnuráðs byggðasamlaganna, dags. 3. mars 2023, 13 mars 2023 og 4. apríl 2023.
6. 2305063 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978. mál, dags. 28.04.23.
Lagt fram.
7. 2305094 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál, dags. 05.05.23.
Lagt fram.
8. 2305085 - Bréf Vina íslenskrar náttúru (VÍN) til Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi skipulag skógræktar, dags. 14.04.23.
Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
9. 2305042 - Framlög til stjórnmálaflokka 2023.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi skiptingu á greiðslu til stjórnmálasamtaka samkvæmt fjárhagsáætlun 2023

Framsóknarflokkur kr. 474.375
Viðreisn kr. 482.026
Sjálfstæðisflokkur kr. 1.784.005
Garðabæjarlistinn kr. 759.597

Framlög verða greidd enda liggi fyrir gögn til staðfestingar á að ofangreind stjórnmálasamtök hafa sinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart Ríkisendurskoðun samkvæmt 5. gr. a. laga nr. 162/2006 um starfsemi stjórnmálasamtaka.

10. 2305091 - Beiðni Samkeppniseftirlitsins um umsögn vegna kvörtunar Fimleikafélags Hafnarfjarðar í tengslum við samning Garðabæjar og Knattspyrnusambands Íslands um leigu á Miðgarði, dags. 04.05.23.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu.
11. 2304460 - Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Garðabæjar.
Samningar í kjaradeilu Samband íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar hafa ekki náðst og munum fyrstu verkfallsaðgerðir sem boðaðar hafa verið hefjast 15. og 16. maí. Starfsmenn í Starfsmannafélagi Garðabæjar sem starfa í leikskólum Garðabæjar munu leggja niður störf 15. maí og fram að hádegi 16. maí.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).