Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
48. (1956). fundur
08.12.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði samkvæmt heimild í VI. bráðarbirgðarákvæði við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 1076/2020 og samþykkt bæjarstjórnar frá 19. nóvember 2020.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001444 - COVID-19 - hættustig almannavarna.
Bæjarstjóri fór yfir gögn frá almannavarnarnefnd en ný reglugerð um takmarkanir vegna sóttvarnaraðgerða mun taka gildi á fimmtudag. Bæjarstjóri upplýsti að hafinn er undirbúningur vegna bólusetningar og sagði frá litakóðunarkerfi sem verið er að kynna á vegum almannavarna.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og yfirfélagsráðgjafi á fjölskyldusviði gerðu grein fyrir stöðu mála á sínum sviðum.

Bæjarfulltrúi Sara Dögg Svanhildardóttir var á fundi bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
2. 2012038 - Bréf Hagstofu Íslands varðandi manntal og húsnæðistal, dags. 27.11.20.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til að vinna með Hagstofunni vegna öflunar upplýsinga við gerð manntals og húsnæðistals.
Manntal og húsnæðistal 1. janúar 2021.pdf
3. 2012065 - Ábending frá íbúa varðandi frágang á hringtorgi á móts við Bessastaði, dags. 02.12.20.
Bæjarráð þakkar ábendinguna og tekur undir sjónarmið um að bæta megi frágang á hringtorginu við Bessastaði. Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra og felur honum að taka upp viðræður við Vegagerðina vegna málsins.
FW: Hringtorgið á Álftanesi.pdf
4. 2012066 - Bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Lögð fram.
Bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu..pdf
5. 2012078 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um bálstofu.
Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Rjúpnadal sem samþykkt var í bæjarstjórn 19. nóvember 2020 er gert ráð fyrir kirkjugarði og lóð fyrir bálstofu innan skipulagsreitsins. Skipulagið hefur ekki verið staðfest með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Á þessu stigi hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um starfsemi kirkjugarðs á svæðinu eða samningar um ráðstöfun lóðar fyrir bálstofu.
6. 2012011 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál., dags. 30.11.20.
Lagt fram.
7. 2012012 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál., dags. 01.12.20.
Lagt fram.
8. 2012057 - Bréf Bjarkarhlíðar um fjárframlag árið 2021, dags. 02.12.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2021.
9. 2011518 - Tölvupóstur SSH varðandi samþykkt stjórnar um yfirfærslu vega frá ríki til sveitarfélaga , dags. 27.11.20.
Bæjarstjóri kynnti stöðu mála varðandi viðræður við Vegagerðina um frágang á rekstrar- og viðhaldsþáttum í tengslum við svokallaða skilavegi. Lagt fram bréf SSH til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 10.11.2020 og svar bréf ráðuneytisins, dags. 11.11.2020 varðandi málið.
Skilavegir - til kynningar..pdf
SSH_02_a) Bréf SSH til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 10.11.2020.pdf
SSH_02_b) SRN_svar_vid_brefi_SSH_10.11.2020.pdf
10. 2012049 - Tölvupóstur frá SSH varðandi samþykkt stjórnar um kynningu á skýrslu á umferðarljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu, dags. 02.12.20.
Lögð fram til kynningar skýrsla um niðurstöður úttektar á umferðarljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu.

Í úttektinni felst greining á núverandi umferðarljósakerfi og rekstri þess, mat á kostum og göllum mismunandi umferðarljósakerfa og verkferla og tillaga um hvernig þróa á umferðarljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð vísar skýrslunni til kynningar í skipulagsnefnd.
SSH_05_a) 2020-11-10 -Samstarfshópur um umferðarljósastýringar-erindisbréf.pdf
SSH_05_c) Final Report Traffic Signal Systems Iceland Final.pdf
SSH_05_b) Final Presentation 9 October 2020_rev.pdf
SSH_05_a) 2020-11-10 -Samstarfshópur um umferðarljósastýringar-erindisbréf.pdf
FW: Umferðarljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).