Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð Garðabæjar - 11

Haldinn Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði,
18.11.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson formaður,
Bjarni Theódór Bjarnason aðalmaður,
Sigþrúður Ármann aðalmaður,
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir aðalmaður,
Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður,
Guðrún Hrefna Sverrisdóttir félagsráðgjafi, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Snædís Björnsdóttir verkefnastjóri, Eva Ósk Ármannsdóttir .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir, Umsjónarfélagsráðgjafi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1508464 - Barnaverndarmál
Mál barns lagt fyrir fjölskylduráð vegna vistunar utan heimilis.
Mál 1508464, varanleg fósturvistun barns utan heimilis, lagt fyrir fjölskylduráð. Úrskurðað að vista barn utan heimilis tímabundið. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundarins.
2. 2003150 - Barnaverndarmál
Beiðni um afléttingu nafnleyndar í barnaverndarmáli, skv. 19.gr. barnaverndarlaga 80/2002.
Tekið fyrir mál nr. 2003150, beiðni um afléttingu nafnleyndar. Beiðni synjað. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundarins.
3. 2011089 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Lagt er fyrir mál nr. 2011089, umsókn um námsstyrk.
Tekið er fyrir mál nr. 2011089, umsókn um námsstyrk. Fjölskylduráð fjallar um málið og bókar nánar um það í trúnaðarmálahluta fundargerðar. Umsókn um námsstyrk er samþykkt.
4. 2011157 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Lagt er fyrir mál nr. 2011157, umsókn um námsstyrk.
Tekið er fyrir mál nr. 2011157, umsókn um námsstyrk. Fjölskylduráð fjallar um málið og bókar nánar um það í trúnaðarmálahluta fundargerðar. Umsókn um námsstyrk er samþykkt.
5. 2009193 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID19
Lagðar eru fyrir fjölskylduráð til kynningar Reglur Garðabæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021.

Stjórnvöld samþykktu fyrr á árinu frumvarp til fjáraukalaga sem m.a. fól í sér að verja 600 mkr. í styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Samþykktin er hluti af umfangsmiklum aðgerðum og viðbrögðum stjórnvalda til að mæta efnahagslegum afleiðingum af völdum COVID-19 heimsfaraldursins. Í samþykktinni kemur fram að gert sé ráð fyrir að framkvæmdin verði á hendi sveitarfélaga og að samráð skuli haft við fulltrúafélagsþjónustu, íþróttafélaga og aðra þá aðila sem málið varðar um ráðstöfun fjármagnsins.
Fram hafa komið ólík sjónarmið um framkvæmd úthlutunar fjármagnsins. Til að gæta jafnræðis gagnvart fjölskyldum telur félagsmálaráðuneytið mikilvægt að settar verði reglur um framkvæmd úthlutunar.

Reglur þessar eru gerðar með hliðsjón af fyrirmynd sem ráðuneytið sendi sveitarfélögum, með nokkrum breytingum, einkum er varðar 4. gr. reglnanna um málsmeðferð. Umsókn er afgreidd á bæjarskrifstofum Garðabæjar. Ef umsókn er hafnað hefur umsækjandi rétt á að fara fram á að fjölskylduráð Garðabæjar fjalli um umsóknina. Fjölskylduráð skal fjalla um umsókn og taka ákvörðun svo fljótt sem unnt er. Ákvörðun fjölskylduráðs er hægt að skjóta til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Reglurnar voru lagðar fyrir bæjarráð 17. nóvember sem samþykkti þær og tóku þær þegar gildi.

Tekið fyrir mál nr. 2009193. Fyrir fundinum liggja reglur Garðabæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021 sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 17. nóvember 2020. Fjölskylduráð fjallar um reglurnar og mun fjalla um þau ágreiningsmál sem lögð eru fyrir ráðið í samræmi við 4. gr. reglnanna um málsmeðferð.
6. 1903268 - Tölulegar upplýsingar og rannsóknir í barnavernd og fjárhagsaðstoð 2016-
Lagt er fram til kynningar skýrslur Rannsókna & greininga á högum ungmenna í 8.-10. bekk í Garðabæ.
Tekið er fyrir mál nr. 1903268, skýrslur Rannsókna & greininga á högum ungmenna í 8.-10. bekk í Garðabæ og aðrar tölulegar upplýsingar er varða velferð barna og fjölskyldna. Fjallað var um málið og helstu upplýsingar.
Álftanesskóli 2020.pdf
Garðabær 2020.pdf
Garðaskóli 2020.pdf
Sjálandsskóli 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).