Fundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar
46. fundur
08.02.2023 kl. 16:30 kom menningar- og safnanefnd Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Guðfinnur Sigurvinsson formaður, Guðrún Arna Sturludóttir aðalmaður, Torfi Geir Símonarson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Ólöf Hulda Breiðfjörð menningarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2206189 - Tillaga um nafngiftir og fegrun hringtorga í Garðabæ
Málinu vísað til umhverfissviðs til frekari útfærslu sem sendir nefndinni þær þegar liggur fyrir hvort breytingar muni eiga sér stað á helstu hringtorgum bæjarins á næstunni.
Hringtorg-nafngift_Garðabær.pdf
2. 2209193 - Menningardagskrá fyrir skólahópa vorönn 23
Fjölbreytt menningardagskrá fyrir skólahópa á vorönn kynnt. 1. og 2. bekkur fær boð á tónleika í byrjun mars í Tónlistarskóla Garðabæjar sem List fyrir alla greiðir. 4. bekkur vinnur í smiðjum á Hönnunarsafninu að gerð á heimilum í smækkaðri mynd sem sýnd verða á Pallinum á Barnamenningarhátíð og Hönnunarmars. 5. bekkur heimsækir sýninguna Aftur til Hofsstaða og vinnur verkefni með þjóðfræðingi með það að markmiði að efla skilning nemenda á landnáminu. 6. bekkur lærir að nota bókasafn í gegnum ratleik. Dagana 17. - 22 apríl fer fram Barnamenningarhátið og öflug dagskrá fyrir 1., 3., 5. og 7. bekk auk unglingastigs. Í maí verður tekið á móti 1. bekkingum til að kynna sumarlestur Bókasafns Garðabæjar.
Skólahópar í menningardagskrá á vorönn 2023.pdf
3. 2301152 - Safnanótt 2023, hvernig tókst til?
Farið yfir dagskrá vel heppnaðrar Safnanætur í Garðabæ en ríflega 600 gestir sóttu viðburði af fjölbreyttum toga. Sýningin Aftur til Hofsstaða á Garðatorgi 7 var opnuð og sömuleiðis fræðsluvefurinn www.afturtilhofsstada.is sem mun nýtast öllum aldurshópum. Á Bóksafni var opnun á málverkasýningu á vegum Grósku, Barnakór Sjálandsskóla söng, ljóðasjoppa var haldin og hljóðfærasmiðja fyrir börn. Kvöldinu lauk með jazztónleikum Rebekku Blöndal og Ásgeirs Ásgeirssonar. Á Hönnunarsafninu var keramikhönnuður að störfum í vinnustofu og hljóðlistamenn fluttu tónlist í anddyri safnsins. Í Smiðjunni fór frá húsgagnasmiðja fyrir alla fjölskylduna sem tveir hönnuðir leiddu. Sýningin Hönnunarsafnið sem heimili var svo opnuð þrátt fyrir leka í aðal sýningarsal en Almar Guðmundsson bæjarstjóri og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra opnuðu sýninguna að viðstöddu fjölmenni.Myndbönd hafa verið sýnd á facebooksíðu bæjarins sem varpa ljósi á gleði gesta og fjölbreytta dagskrá.
Vel heppnuð Safnanótt í Garðabæ.pdf
4. 2210226 - Styrkumsókn v. tónleikahalds
Rætt um þörf fyrir tónleikasal í Garðabæ sem rýmar stóra hópa svo sem blásarasveitir Tónlistarskóla Garðabæjar. Nefndin veitir Tónlistarskóla 400 þúsund króna styrk til að tryggja að sveitirnar geti haldið vortónleika í stórum sal s.s. Borgarleikhúsinu. Ljóst er að Tónlistarskóli Garðabæjar verðskuldar stækkun og stuðning.
Styrkur til tónleikahalds.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).