Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar - 45. (2193)

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi,
09.12.2025 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður,
Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður,
Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður,
Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður,
Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður,
Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi,
Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2410186 - Skuldabréfaútboð Garðabæjar.
Bæjarráð samþykkir að fela Arion banka að sjá um skuldabréfaútboð á vegum bæjarins í útistandandi skuldabréfaflokkum GARD 11 1 að fjárhæð allt að kr. 1.000.000.000, í samræmi við samþykktar lántökuheimildir
2. 2512092 - 50 ára afmæli Garðabæjar 2026.
Samskiptastjóri kynnti afmælismerki Garðabæjar í tilefni 50 ára afmælis Garðabæjar árið 2026 kynnt. Útfærsla afmælismerkisins er hönnuð af Einari Guðmundssyni grafískum hönnuði.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Ágúst Þór Guðmundsson (sviðstjóra þróunar- og þjónustu) sem formann, Árna Jón Eggertsson (verkefnastjóra í stafrænni þróun), Egil Daða Gíslason (deildarstjóra umhverfis og framkvæmda), Guðnýju Hrönn Antonsdóttur (samskipta- og kynningarfulltrúa), Gunnar Hrafn Gunnarsson (verkefnastjóra tækni- og tómstundamála) og Ólöfu Breiðfjörð (menningarfulltrúa) í framkvæmdaráð fyrir viðburði 50 ára afmælisárs Garðabæjar 2026.
Framkvæmdaráðinu er falið að útfæra nánar dagskrá afmælisins og hafa umsjón með framkvæmd einstakra dagskrárliða. Framkvæmdaráði er falið að meta hvort þörf sé á að ráða verkefnastjóra í hlutastarf til útfærslu einstakra viðburða á afmælisárinu.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að haldinn verði aukafundur bæjarstjórnar Garðabæjar þriðjudaginn 6. janúar 2026, sbr. 2. og 3.mgr. 8.gr. samþykkta um stjórn Garðabæjar. Sá fundur yrði hátíðarfundur bæjarstjórnar í tilefni afmælisársins. Dagsetningin er valin m.t.t. þess að fyrsti fundur bæjarstjórnar Garðbæjar var haldinn þann 6. janúar 1976.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samvinnu við sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og þjónustu- og þróunarsviðs að undirbúa fundinn og dagskrá hans.
3. 2512120 - Öryggismyndavélar í Garðabæ.
Sviðstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og Skarphéðinn Bergmann Jónsson sérfræðingur á upplýsingatæknideild kynntu notkun öryggismyndavéla í Garðabæ.
Helstu verkefni sem lúta að öryggismyndavélum og eru á döfinni hjá Garðabæ varða vöktun í og við undirgöng í bænum, sem er verkefni sem unnið er í samráði við lögregluna. Þá er í vinnslu uppsetning öryggismyndavéla inni á göngugötu Garðatorgs. Loks er til skoðunar að fjölga öryggismyndavélum við grenndarstöðvar í Garðabæ, en noktun myndavélanna á grenndarstöðvum hefur gefið góða raun.
4. 2512118 - Garðbæingurinn okkar 2025.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir tilnefningum frá bæjarbúum um "Garðbæinginn okkar 2025" þar sem leitast verði við að verðlauna einstakling fyrir sitt framlag til Garðabæjar, þeim sem eru til fyrirmyndar á einhvern hátt og minna á að allir geta haft áhrif. Til greina koma Garðbæingar, en einnig fólk sem dvelur í bænum til lengri eða skemmri tíma og hefur jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt.
Bæjarráð felur þjónustu- og þróunarsviðs afgreiðslu málsins og að skipa dómnefnd sem leggi mat á framkomnar tilnefningar.
5. 2512119 - Endurskoðun hámarkshraða í Garðabæ.
Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir skýrslu Eflu verkfræðistofu um endurskoðun leyfilegs hámarkshraða í Garðabæ. Verkefnið nær til gatnakerfis sem er í eigu Garðabæjar, þ.e. ekki á vegum þar sem veghaldari er Vegagerðin.
Í skýrslunni kemur fram að lækkun hámarkshraða geti hjálpað til að ná markmiðum sveitarfélagsins um fækkun slysa og þá sérstaklega á óvörðum og yngri vegfarendum. Þó sjá megi að aksturstími geti aukist eitthvað þá geta aðgerðirnar skilað töluverðum ávinningi í umferðaröryggi innan sveitarfélagsins og því mat ráðgjafa að ráðast eigi í aðgerðir og lækka hraða.

Bæjarráð samþykkir að umhverfissvið leiti umsagnar og samþykki lögreglu á tillögum um breytingar í fyrirliggjandi skýrslu Eflu, í samræmi við 84.gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
6. 2511544 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar UMFÁ um tímabundið áfengisleyfi vegna styrktartónleika í íþróttahúsinu Breiðamýri.
Lögð fram umsókn UMF Álftaness um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi í tilefni af tónleikum til styrktar körfuknattleiksdeild UMF Álftaness 27. desember 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
7. 2512104 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Kvenfélags Álftaness um tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts í íþróttamiðstöðinni Álftanesi.
Lögð fram umsókn Kvenfélags Álftaness til áfengisveitinga í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi í tilefni af þorrablóti Kvenfélags Álftaness 31. janúar 2026.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).