18.08.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda. |
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2001444 - COVI19 - hættustig almannavarna. |
Bæjarstjóri gerði nánari grein fyrir breyttum reglum um takmörkun á samkomum og almennt um ráðstafanir og samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi lykilþætti. Bæjarstjóri sagði frá að verið væri að vinna að greininga á fjárhagslegum áhrifum vegna Covid19 í tengslum við undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir undirbúning að skólabyrjun grunnskóla, aðlögun nýrra barna í leikskóla og skipulag á starfsemi tónlistarskólans.
|
|
|
|
2. 2008063 - Lynghólar 12 - Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ester Sif Harðardóttur, kt. 160282-4959, leyfi fyrir viðbygging á svölum efri hæðar núverandi raðhúss að Lynghólum 12. |
|
|
|
3. 2007134 - Holtsvegur 53 - Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Bergmótum ehf., kt. 671217-0460, leyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss með 17 íbúðum að Holtsvegi 53. |
|
|
|
4. 2003237 - Auglýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja til 10. nóvember 2020 heimild sveitarstjórna að halda fjarfundi í bæjarstjórn og nefndum. |
Vegna neyðarástands af völdum Covid19 farsóttar, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið ákvörðun um að framlengja heimild allra sveitarstjórna, til að víkja tímabundið frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga um fjarfundi og staðfestingu fundargerða.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi tillögu.
„Bæjarstjórn samþykkir að heimilað verða að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins og víkja frá skilyrði í 3. mgr. 17.gr. sveitarstjórnlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins, sbr. 1. tl. í auglýsingu ráðherra. Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir verði lesnar upp í lok fundar og samþykktar. Fundargerðir skulu sendar fundarmönnum með tölvupósti og undirritaðar með rafrænum undirskriftum, sbr. 5. tl. í auglýsingu ráðherra. Samþykkt þessi gildir til 10. nóvember 2020, sbr. auglýsing nr. 780/2020, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI: bráðbirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020“
|
|
|
|
5. 2008170 - Erindi P.B. um lausagöngu katta í Garðabæ, dags. 17.07.20. |
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar umhverfisnefndar. |
|
|
|
|
|
6. 2006368 - Bréf Ólafs Kjartanssonar, lögmanns, f.h. umbj., varðandi kröfu um úrbætur og viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna framkvæmda við Frjóakur 9. |
Bæjarstjóri gerði grein fyrir að byggingarframkvæmdir hafa verið stöðvaðar og að umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á rými í kjallara hafi verið vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar. Þá var upplýst að til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa er tilkynning ásamt reyndarteikningum af smáhýsi á lóðarmörkum sem þegar er risið.
Bæjarstjóra falið að svara bréfinu.
|
|
|
|
7. 2008284 - Fyrirspurn Garðabæjarlistans um almenningssamgöngur milli Urriðaholts og Ásgarðs, dags. 14.08.20. |
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn:
„Eftir að hafa spurst fyrir um málið hjá Strætó bs og Garðabæ virðist fátt vera því til fyrirstöðu að hefja ferðir strætó á milli Urriðaholts og Ásgarðs og þannig auðvelda m.a. börnum og ungmennum að komast leiða sinna frá heimili og í íþróttir og tómstundir. Því óskar Garðabæjarlistinn eftir svari við því hvenær eigi að fara að veita þá sjálfsögðu og mikilvægu þjónustu sem almenningssamgöngur eru. En beðið hefur verið eftir því að almenningssamgöngur komist á í einu fjölmennasta hverfi sveitarfélagsins sem Urriðaholt er og fer enn stækkandi.“
Bæjarstjóri sagði frá vinnu sem er í gangi við að bæta almenningssamgöngur við Urriðaholt sem gæti verið liður í leiðarkerfi Strætó bs. með minni strætisvögnum, þáttur í aukinni tíðni frístundabíls eða pöntunarþjónustu eins og hefur verið í boði.
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. |