Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
34. fundur
22.10.2025 kl. 08:00 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Flataskóla.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Anna María Skúladóttir fulltrúi skólastjóra, Vera Rut Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra.

Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2509516 - Menntadagur leik- og grunnskóla 2025
Rætt var um fyrirhugaðan Menntadag Garðabæjar sem haldinn verður þann 7. nóvember nk. Þar verða m.a., kynnt þau verkefni sem hlotið hafa styrk úr Þróunarsjóði Garðabæjar á árunum 2022 og 2024.
2. 2405510 - Viðurkenningar í skólastarfi
Rætt var um viðurkenningar skólanefnda leik-og grunnskóla fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf í Garðabæ sem verða veittar á Menntadeginum í Garðabæ þann 7. nóvember nk.
3. 2506155 - 50 ára afmæli Garðabæjar 2026
Garðabær fagnar 50 ára afmæli 2026 og kallað er eftir hugmyndum um hvernig gera má afmælisárið sem eftirminnilegast. Nefndin ræddi nokkrar áhugaverðar hugmyndir og kom þeim á framfæri við samskiptastjóra bæjarins
4. 2510245 - Þróunarsjóður grunnskóla 2026
Rætt var um áhersluþætti vegna úthlutunar úr Þróunarsjóði grunnskóla 2026.
5. 2510246 - Kynning og samtal við skólastjórnendur Flataskóla
Skólanefnd þakkar skólastjórnendum Flataskóla fyrir áhugaverða kynningu og lýsir ánægju sinni með að kynnast skólanum og skólastarfinu með þessum hætti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).