|
Til baka |
Prenta |
|
Bæjarráð Garðabæjar |
29. (2177). fundur |
|
19.08.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
|
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. |
|
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2109388 - Úthlutunarskilmálar Vetrarmýrar, fasi 2. |
Úthlutunarreglur vegna sölu og úthlutunar lóða annars áfanga í Vetrarmýri lagðar fram til kynningar. |
|
|
|
2. 2507498 - Sviðholtsvör 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sigurði Kristni Lárussyni, kt. 150874-4919, leyfi til að reisa tvær viðbyggingar að Sviðholtsvör 9. |
|
|
|
3. 2507362 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Þorraholt 9 og 15 - auka íbúðir. |
Bæjarráð staðfestir, skv. heimild í 5.mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. ágúst 2025 varðandi fyrirspurn lóðarhafa um tillögu að útfærslu á íbúðum á jarðhæðum fjölbýlishúsanna að Þorraholti 9 og 15. Útfærslan kallar í fjölgun íbúða á hvorri lóð eða um tvær íbúðir alls. Stærð bílageymsla er næg til að þjóna þessari fjölgun íbúða. Skipulagsnefnd taldi að útfærsla með íbúð á jarðhæð geri aðkomu að húsinu meira aðlaðandi og féllst því á að tillagan nái fram að ganga. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga Í samræmi 2.ml.3.mgr.44.gr.sömu laga er grenndarkynning felld niður þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. |
|
|
|
4. 2407143 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Kjóavellir deiliskipulagsbreyting. Garðlönd. |
Bæjarráð staðfestir, skv. heimild í 5.mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. ágúst 2025 að samþykkja tillögu að breytingu deiliskipulags Kjóavalla sem nær til svæðis innan lögsögu Kópavogsbæjar. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 11. mars 2025 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Kjóavelli. Tillagan var auglýst í Lögbirtingablaðinu og Morgunblaðinu þann 10. apríl 2025 og Kópavogspóstinum þann 17. apríl 2025 og er hún jafnframt aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar og í Skipulagsgátt málsnr. 453/2025. Kynningartími var frá 10. apríl 2025 til 30. maí 2025. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Kópavogs þann 7. júlí 2025 var tillagan lögð fram að nýju. Skipulagsráð samþykkti tillöguna og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð Kópavogs, í umboði bæjarstjórnar, samþykkti á fundi sínum þann 17. júlí 2025 breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla. Tillagan var lögð fyrir skipulagsnefnd þann 29.ágúst 2024 en fyrir mistök var bókað að tillagan væri samþykkt um leið og önnur breytingartillaga á deiliskipulagi Kjóavalla innan lögsögu Kópavogs og snerist um miðlunartanka. Þar sem að tillagan hafði verið lögð fyrir skipulagsnefnd áður en hún var auglýst lýtur skipulagsnefnd Garðabæjar svo á að heimild til auglýsingar hafi verið til staðar. Athugasemdir og ábendingar sem borist hafa lögð fram ásamt umsögn skipulagsdeildar Kópavogs og lagfærður uppdráttur lögð fram. Skipulagsnefnd Garðabæjar samþykkti tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla með þeim smávægilegu breytingum sem gerðar voru af skipulagsdeild Kópavogsbæjar við samþykkt breytingarinnar. |
|
|
|
5. 2507352 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Langalína 8 leikskóli - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. |
Bæjarráð staðfestir, skv. heimild í 5.mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. ágúst 2025 varðandi umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir leikskóla til skemmri tíma á lóð Sjálandsskóla innan byggingarreits. Flatarmál byggingar yrði 616 m2 á einni hæð. Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til lóðar Sjálandsskóla, sem gerir ráð fyrir að eftirfarandi ákvæði bætist við greinargerð deiliskipulagsins: "Heimilt er að nýta skólalóðina innan byggingarreits sem stæði fyrir færanlegar kennslustofur og önnur nauðsynleg rými fyrir grunnskólastarfsemi eða leikskólastarfsemi til bráðabirgða enda uppfylli þær kröfur byggingarreglugerðar um brunavarnir. Að öðru leyti gilda áður útgefnir skilmálar." Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Ása og Grunda í samræmi við 2.mgr.43.greinar skipulagslaga nr.123/2010. Í samræmi við 2.ml.3.mgr.44.greinar sömu laga er fallið frá grenndarkynningu. Skipulagsnefnd mælti með því að skoðað verði að nýta hluta lóðarinnar Ránargrund 3 sem er víkjandi í deiliskipulagi undir starfsemi skólalóðar. |
|
|
|
6. 2305550 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Nýhöfn 1-5, breyting á bílastæðum. |
Bæjarráð staðfestir, skv. heimild í 5.mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. ágúst 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Sjálands sem gerir ráð fyrir breytingu á fyrirkomulagi bílastæða framan við Nýhöfn 1-5.Tillagan gerir enn fremur ráð fyrir stækkun lóðarinnar Nýhöfn 1-5. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vekja skal athygli á auglýsingunni í nánasta nágrenni með því að bera dreifibréf í húsin Nýhöfn 1, 2,3, 4,5,6 og 7 sem og Löngulínu 13, 15,17, 19,20, 21,22, 23, 24 og 26. |
|
|
|
7. 2504023 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Stekkholt 6 - Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð staðfestir, skv. heimild í 5.mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. ágúst 2025 varðandi fyrirspurn lóðarhafa um hugmynd að gróðurhúsi á þaki einbýlishússins að Stekkholti 6 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsnefnd telur að áhrif gróðurhúsa ofan á þaki tveggja hæða einbýlishúsa við Stekkholt eða Útholt á útsýni frá fjölbýlishúsum við Vorbraut og upplifun íbúa séu umtalsverð. Fordæmisgildi þess að veita byggingarleyfi fyrir þessháttar útfærslu á einni lóð er mikið og hefur það því áhrif á fjölda eigna. Svar skipulagsnefndar var því neikvætt. |
|
|
|
8. 2502449 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Vetrarmýri, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, leikvangur ofl. |
Bæjarráð staðfestir, skv. heimild í 5.mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. ágúst 2025 varðandi erindi Skipulagsstofnunar dags. 24.júlí 2025 þar sem gerðar voru athugasemdir við eftirfarandi atriði í samþykktri tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar: - ekki er unnt að fella út hluta deiliskipulagssvæðisins fyrr en að önnur áætlun tekur yfir á viðkomandi hluta. - gera þarf betur grein fyrir breytingum á sérskilmálum einstakra lóða. - gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum deiliskipulagsbreytingarinnar. - gera þarf grein fyrir mögulegum áhrifum deiliskipulagsbreytingarinnar á hljóðvist. Skipulagsnefnd beindi því til umhverfissviðs og skipulagsráðgjafa að koma til móts við athugasemdir stofnunarinnar og leggja fram lagfærða tillögu í skipulagsnefnd. |
|
|
|
9. 2505259 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Víðiholt - Veggir, girðingar og smáhýsi. |
Bæjarráð staðfestir, skv. heimild í 5.mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. ágúst 2025 varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Víðiholts sem nær til veggja, girðinga og smáhýsa að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust og skoðast tillagan því samþykkt í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. |
|
|
|
10. 2508149 - Nýibær á Garðaholti - endurbætur og rekstur. |
Lagt fram erindi Ölmu Bjarkar Ástþórsdóttur, Monsa ehf., Einars Péturssonar, Péturs Einarssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur vaðandi endurbætur á húsakosti Nýja-bæjar, án þess þó að breyta ásýnd þeirra og mögulegs rekstrarleyfis í kjölfarið. Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar á umhverfissviði. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:30. |
|
|
Til baka |
Prenta |
|