Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 6

Haldinn í Sveinatungu, Garðatorgi,
23.06.2022 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður,
Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður,
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður,
Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður,
Hlynur Elías Bæringsson aðalmaður,
Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.
Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri
Björg Fenger formaður skipulagsnefndar bauð nefndarmenn og varamenn velkomna til starfa í nýskipaðri nefnd að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Varamenn voru boðaðir til þessa fyrsta fundar og sitja undir fyrstu liðum á dagskrá.
Skipulagsstjóri bauð nefndarmenn sömuleiðis velkomna og fór yfir verklag skipulagsnefndar og gerði grein fyrir helstu verkefnum á borði hennar. Nýjir aðalmenn í stjórn eru Björg Fenger og Hlynur Bæringsson. Aðrir sátu í þeirri nefnd sem starfaði á því kjörtímabili sem hófst 2018 og lauk nú í vor.
Ásta Leonhards varamaður í nefndinni sat fundinn undir fyrstu 5 liðum á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2111064 - Breyting á vaxtarmörkum svæðisskipulags í landi Garðabæjar. Aðal- og svæðisskipulagsbreyting.
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir verkefnislýsingu að breytingu Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2040 og tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030.
Breyting svæðisskipulags felst í breytingu á vaxtamörkum í Smalaholti og Rjúpnahlíð.
Breyting aðalskipulags felst í nýrri landnotkun í Rjúpnahlíð og Rjúpnadal þar sem að opin svæði (Op) breytast í athafnasvæði (At) sem ná til um 20 hektara lands.
Bæjarstjórn hefur samþykkt að verkefnislýsingin skuli send til meðferðar hjá svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins en um breytingar á svæðisskipulagi fer samkvæmt 22.-25. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 1912201 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 4. Stígakerfi í Upplandi
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis í upplandi sveitarfélagsins að lokinni forkynningu í samræmi við 2.mgr.30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Þráinn Hauksson skipulagsráðgjafi gerði grein fyrir tillögunni.
Tillagan var forkynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum og tillögu að deiliskipulagi fólkvangsins í Vífilsstaðahrauni.
Almennur kynningarfundur var haldinn 6. apríl sl. þar sem tillögurnar voru kynntar og ræddar.
Frestur til að skila inn ábendingum vegna tillögunnar rann út 25. apríl.
Ábendingar og umsagnir sem borist hafa vegna tillögunnar lagðar fram.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni ásamt ábendingum og umsögnum til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði.
3. 2009538 - Útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum - nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum að lokinni forkynningu í samræmi við 3.mgr.40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var forkynnt samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis í upplandi sveitarfélagsins og tillögu að deiliskipulagi fólkvangsins í Vífilsstaðahrauni.
Almennur kynningarfundur var haldinn 6. apríl sl þar sem tillögurnar voru kynntar og ræddar.
Frestur til að skila inn ábendingum vegna tillögunnar rann út 25.apríl.
Ábendingar og umsagnir sem borist hafa vegna tillögunnar lagðar fram.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni ásamt ábendingum og umsögnum til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði.
4. 2104420 - Vífilsstaðahraun, deiliskipulag Fólkvangs
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Vífilsstaðahrauns að lokinni forkynningu í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þráinn Hauksson skipulagsráðgjafi gerði grein fyrir tillögunni.
Tillagan var forkynnt samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis í upplandi sveitarfélagsins og tillögu að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum.
Almennur kynningarfundur var haldinn 6.apríl sl þar sem tillögurnar voru kynntar og ræddar.
Frestur til að skila inn ábendingum vegna tillögunnar rann út 25.apríl.
Ábendingar og umsagnir sem borist hafa vegna tillögunnar lagðar fram.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni ásamt ábendingum og umsögnum til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði.
5. 2202488 - Deiliskipulag Vetrarmýrar og Smalaholts. Golfvöllur og útivistarskógur.
Skipulagsstjóri og Þráinn Hauksson skipulagsráðgjafi gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem hafin er á mótun tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts en þar verður gert ráð fyrir golfvelli og útivistarskógi í samræmi við gildandi Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 m.s.br. sem sett er fram í rammahluta aðalskipulags fyrir þróunarsvæði B.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að samráð við Skógræktarfélag Garðabæjar og GKG verði virkt um leið og góð tök náist á þeim úrlausnarefnum sem staðið er frammi fyrir.
Skipulagsnefnd felur skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði að vinna verkefnislýsingu í samræmi við 1.mgr.40.gr.skipulagslaga nr.123 2010.
6. 2110166 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 9. Urriðaholtsstræti 9.
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til norðurhlíðar Urriðaholts að lokinni auglýsingu.
Tillagan gerir ráð fyrir því að eftirfarandi landnotkunarreitir breytist sem hér segir: Reitur 5.04 Vþ (8 ha) minnkar og rennur saman við 5.08 (1,6) Vþ og kallast eftir breytingu 5.04 Vþ (3,5 ha). Heildar minnkun á svæði ætlað Verslun og þjónustu um 6,1 ha. Ákvæði breytast þannig að gert verður ráð fyrir að atvinnuhúsnæði á reitnum næst gatnamótum Urriðaholtsstrætis og Holtsvegar blandast íbúðarbyggð fjær gatnamótunum. Reitur 5.05 Íb stækkar til norðvesturs úr 57,3 ha í 63,4 ha eða um 6,1 ha.
Samhliða er lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem nær til lóðarinnar Urriðaholtsstræti 9.
Engar athugasemdir bárust innan tilskilins frests. Umsagnir sem borist hafa lagðar fram.
Umsagnir kalla ekki á breytingar á tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 í samræmi við 32.gr.skipulagslaga og skal senda hana til athugunar og staðfestingar hjá Skipulagsstonun
7. 2105343 - Urriðaholtsstræti 9 - deiliskipulagsbreyting - Aðal og deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts 4. áfangi norðurhluti sem nær til lóðarinnar Urriðaholtstræti 9 að lokinni auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til sama svæðis.
Í breytingartillögunni felst eftirfarandi:
Notkun breytist úr verslun- og þjónustu í íbúðir fyrir 50 ára og eldri, kvaðir eru settar um sameiginleg rými.
Gert verður ráð fyrir 80 íbúðum, 24 íbúðir undir 90 m2 og 56 íbúðir yfir 90 m2.
Almennir skilmálar fyrir íbúðir í norðurhluta 4 gilda fyrir lóðina eftir breytingu.
Lóðamörk Urriðaholtsstrætis 7 og 9 og lóðamörk spennistöðvar breytast.
Byggingarreitur hliðrast og breytist. Byggingarreitur brotinn upp og myndaðar sjónlínur milli byggingahluta.
Salarhæðir og hæðafjöldi byggingar breytist en hámarkshæð húss breytist lítillega.
Hámarkshæð tveggja inngangseininga lækkar, hámarkshæð einnar einingar er óbreytt en hámarkshæð inngangseiningar næst Lautargötu hækkar 0,8 m.
Byggingamagn á lóð minnkar. Bílastæðum á lóð fækkar til samræmis við breytta notkun.
Aðkoma að bílakjallara breytist. Krafa er gerð um grasstæði næst Urriðaholtsstræti.
Aðkomugata færist lítillega til vesturs en tenging við Urriðaholtsstræti helst óbreytt.
Engar athugasemdir bárust innan tilskilins frests.
Umsagnir sem borist hafa lagðar fram en þær gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna óbreytta sem breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts 4. áfangi norðurhluti í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan verði staðfest eftir að aðalskipulagsbreyting sú sem var auglýst samhliða hefur hlotið staðfestingu.
8. 2111148 - Lindarflöt 41 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Flata sem nær til lóðarinnar Lindarflöt 41. Athugasemd sem barst í grenndarkynningu lögð fram.
Umsækjandi hefur gert þær breytingar á tillögunni að viðbygging færist að hluta til fjær lóðarmörkum.
Lagt fram skjal þar sem þeir sem athugasemd gerðu fallast á nýja útfærslu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindri breytingu sem óverulega breytingu deiliskipulags Flata í samræmi við 2. mgr.42.gr. og 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
9. 2205492 - Einilundur 2 - skjólveggur - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um skjólveggi og stoðveggi á lóð sem þegar hafa verið reistir.
Skipulagsnefnd bendir á að hæð skjólveggja á lóðarmörkum er langt yfir ákvæðum byggingareglugerðar og samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar.
Málinu vísað til tækni-og umhverfissviðs til úrvinnslu.
10. 2102344 - Hraunhólar 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga lóðarhafa Hraunhóla 5 að útfærslu lóðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna eins og hún er útfærð á framlögðum teikningum enda eru stoðveggir í meira en 2 m frá lóðarmörkum eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir.
11. 2206276 - Srætóskýli við Bæjarbraut
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Akra sem gerir ráð fyrir biðstöð strætisvagna við Bæjarbraut á móts við Maltakur 7 og 9.
Tillagan gerir ráð fyrir því að göngustígar liggi frá biðstöð í báðar áttir og tengist göngstíg sem liggur meðfram Maltakri og Rúgakri. Rjúfa þarf hljóðmön vegna stígtenginganna.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Akra í samræmi við 2. mgr.43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Tryggja skal að ákvæði reglugerðar um hávaða nr. 724/2008 sé uppfyllt við breytinguna.
Grenndarkynna skal íbúum að Rúgakri 1 og Maltakri 7 og 9.
12. 2206280 - Spítalavegur 13A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir færanlegum kennslustofum 150 m2 að grunnfleti sem verða staðsettar sunnan við aðalhús barnaskóla Hjallastefnunnar að Vífilsstöðum, að Spítalavegi 13A.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á Vífilsstöðum en aðalskipulag gerir ráð fyrir samfélagsþjónustu.
Umsókn er í samræmi við landnotkun, þéttleika og byggðarmynstur.
Skipulagsnefnd fellur frá grenndarkynningu í samræmi við 2.ml.3.mgr.44.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og Garðabæjar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni sem er í samræmi við framlögð gögn.
13. 2112324 - Grímsgata 2-4. Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu að lokinni grenndarkynningu.
Athugasemd hefur borist innan tilskilins frests og hún lögð fram.
Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
14. 2206175 - Viðhald og endurgerð náttúrustíga við Búrfell
Lögð fram umsókn Umhverfisstofnunar um framkvæmdaleyfi vegna stígagerðar umhverfis Búrfell sem er innan friðlands.
Um er að ræða vinnu á stígum sem eru nú þegar til staðar og gert er ráð fyrir í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.
Áætlað er að færa stíginn á einum stað aðeins frá hlíðum gígsins til gera þessa legu aðgengilegri fyrir umferð hjóla.
Skipulagsnefnd veitir framkvæmdaleyfi í samræmi við framlögð gögn í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. 1804300 - Álftanes sjóvarnir
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi til að lengja sjóvörn sem fyrir er á svæðinu um 106 metra til vesturs í sunnanverðri Helguvík. Teikningar og kort sem sýna staðsetningu framkvæmdarsvæðis og hönnun sjóvarnarinnar fylgdi með umsókn. Framkvæmdinn er í samræmi við samþykktar skipulagsáætlanir sveitarfélagsins. Að verkinu koma tveir menn með beltagröfu og vörubílar. Framkvæmd færi fram utan varp og ungatíma fugla og er áætlað að henni ljúki fyrir 1. september 2022.
Skipulagsnefnd veitir framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr.skipulagslaga nr.123/2010 sem er í samræmi við framlögð gögn.
Fundargerð
16. 2206005F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 6
16.1. 2003384 - Aratún 36 - stækkun byggingarreits - Ósk um dsk breytingu
Grenndarkynningu lokið, engar athugasemdir
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Silfurtúns sem næri til lóðarinnar Aratún 36 að lokinni grenndarkynningu í samræmi við 44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Reiturinn stækkar um 1,5 metra til vesturs inn á baklóð. Engar athugasemdir hafa borist innan tilskilins frests.
Breyting á deiliskipulagi Silfurtúns hefur verið staðfest og gerir deiliskipulag nú ráð fyrir hámarksnýtingarhlutfalli lóðar þar sem landlagshalli skapar möguleiki á kjöllurum 0,45. Þau skilyrði eru fyrir hendi á lóðinni.
Deiliskipulagsbreytingin vegna stækkunar byggingarreits bílageymslu skoðast því samþykkt í samræmi við 3.ml.3.mgr.41.gr.sömu laga.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
16.2. 2109133 - Blikanes 6 - stækkun byggingarreits. -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir stækkun og breytingu byggingarreits á baklóð lóðarinnar Blikanes 6 að lokinni grenndarkynningu.
Engar athugasemdir bárust.
Tillagan skoðast því samþykkt í samræmi við 3.ml.3.mgr.41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
17. 2205043F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 5
17.1. 2204482 - Vetrarmýri - breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar.
Við gatnahönnun hefur komið í ljós að gera verður ýmsar minniháttar breytingar á legu, stærð og formi lóða, byggingarreita og gatna. Það hefur minniháttar áhrif á nýtingarhlutfall. Meðfylgjandi er yfirlit um breytingar á lóðum og breytast langflestar að mislitlu leyti. Byggingarmagn lóða helst óbreytt nema á lóðinni Vetrarbraut 14.
Byggingarreitur fjölnota íbúðarhúss (Miðgarðs) á lóð nr.30 stækkar til suðurs en byggingarmagn er óbreytt.
Við breytingu byggingarreits Miðgarðs færist byggingarreitur leikvangs til suðurs um 5 metra.
Við tilfærslu á byggingarreit leikvangs færast lóðarmörk til suðurs um 5 metra og minnkar því lóð nr.14 um 344 m2 og lögun og útfærsla byggingarreits breytist. Byggingarmagn lóðarinnar breytist, eykst um 216 m2 í bílakjallara og um 14 m2 ofanjarðar. Byggingarreitur mjókkar sem nemur 5 metrum en nýtingarhlutfall breytist úr 3,1 í 3,7 .
Auk þess gerir tillagan ráð fyrir breyttri röðun húsnúmera á lóðum nr.6-12, 16-18 og 24-28. Númer spennustöðva og dæluhúsa breytast.
Breytingartillagan hefur verið kynnt fyrir lóðarhafa, Arnarhvoli ehf, sem gerir ekki athugasemd við breytingarnar.
Skipulagsstjóri metur breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Í Í samræmi við 2.ml.3.mgr.44.gr.sömu laga er grenndarkynning felld niður. Tillagan skoðast því samþykkt.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
17.2. 2203432 - Hnoðraholt norður. Breyting á deiliskipulagi. Dælustöð.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:
Byggingarreit dælustöðvar á lóð sem merkt er við Vetrarbraut nr 2 er snúið 90° og númeri er breytt, verður Vetrarbraut nr. 38.
Skilmálar fyrir lóðina eru óbreyttir að öðru leyti.
Skipulagsstjóri metur breytinguna sem óverulega breytignu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Í samræmi við 2.ml.3.mgr.44.gr.sömu laga er grenndarkynning felld niður. Tillagan skoðast því samþykkt.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
17.3. 2204276 - Brekkugata 27 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um gerð skjólveggja ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar dags. 31.maí 2022.
Með vísan í umsögn er ekki hægt að fallast á útfærslu skjólveggja samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Í umsögn kemur fram með hvað hætti megi lagfæra tillöguna svo þeir verði í samræmi við ákvæði deiliskipulags.
18. 2205027F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 4
18.1. 2112275 - Holtstún - grenndarkynning á byggingarleyfi
Lögð fam tillaga að tveimur einbýlishúsum við Holtstún á milli Stekkjar og Asparvíkur sem grenndarkynnt hefur verið í samræmi við 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Engar athugasemdir bárust.
Með vísan í 44.gr.Skipulagslaga gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt sem er í samræmi við grenndarkynnt gögn.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
18.2. 2204125 - Einilundur 2 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að útfærslu lóðar þ.a.m. skjólveggja.
Veggir meðfram lóðarmörkum að Hostaðabraut og Einilundi eru hærri en samþykkt um veggi og girðingar í Garðabæ kveður á um.
Sækja skal um deiliskipulagsbreytingu sem verður vísað til nýrrar skipulagsnefndar.
18.3. 2205230 - Hagaflöt 1 Viðbygging - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um þrjár tillögur að stækkun íbúðarhúss að Hagaflöt 1.
Allar tillögur kalla á breytingu á deiliskipulagi Flata og því þarf að sækja um þá breytingu.
Tillaga A gengur skemmst og gæti skipulagsstjóri tekið þá tillögu fyrir á afgreiðslufundi. Tillögur B og C ganga það langt að vísa þyrfti umsóknum um deiliskipulagsbreytingu sem byggja á þeim til skipulagsnefndar.
18.4. 2205347 - Stekkjaflöt 2 - hljóðveggur
Lagðar fram tillögur að útfærslu girðinga á lóðarmörkum.
Með vísan í samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar og deiliskipulags Flata gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við útfærslu girðinga enda er álag lóðar vegna umferðarþunga talsvert.
18.5. 2205016 - Jafnakur 8 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi þar sem að ný viðbygging nær líttillaga út fyrir byggingarreit.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar um ofangreint atriði. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
18.6. 2205229 - Miðhraun 18 breyting - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirpurn um breyttan byggingarreit sem myndi færast nær götu.
Skipulagstjóri vísar fyrirspurn til nýrrar skipulagsnefndar.
Afla skal umsagnar deiliskipulagshöfundar um fyrirspurnina.
18.7. 2204276 - Brekkugata 27 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um gerð palla á framlóð.
Fyrirspurn vísað til umsagnar deiliskipulagsöfundar.
18.8. 2203099 - Grímsgata 6 - Umsókn um byggingarleyfi
Lóðaruppdrætti vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
18.9. 2205204 - Víkurgata 1-7 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Fyrirspurn er vísað til nýrrar skipulagsnefndar.
18.10. 2205250 - Dyngjugata 15 - Steypt bílaplan - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Með vísan í aðrar byggingarleyfisumsóknir gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað útfærslu á bílaplani varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
19. 2204040F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 3
19.1. 2104212 - HS Veitur lóð Bjarnastaðir - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Verðum að taka aftur fyrir þar sem málinu var vísað til tækni og umhverfissviðs á síðasta fundi þar sem athugasemd barst.
Lögð fram tillaga að afmörkun lóðar fyrir spennustöð við Bakkaveg á lóð Bjarnastaða að lokinni grenndarkynningu.
Athugasemd barst frá nágrönnum um nýja legu spennistöðvar.
Fallið er frá nýrri staðsetningu spennistöðvarinnar.
Lögð fram tillaga að afmörkun lóðar fyrir nýrri spennistöð á sama stað og hún hefur staðið um árabil. Stærð lóðar er 5 x 7,5 m og byggingarreitur er hálfan meter frá lóðarmörkum.Vestri skammhlið lóðar liggur að gangstétt við Bakkaveg.
Skipulagsstjóri samþykkir afmörkun lóðarinnar og fellir niður grenndarkynningu í samræmi við 2.ml. 3.mgr.44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
19.2. 2107384 - Sunnakur 3 - Umsögn vegna lóðafrágangs - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Með vísan í samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar gerir skipulagsstjóri fyrir hönd Garðabæjar ekki athugasemd við hæðir veggja á lóðarmörkum að götu og opnu svæði sunnan lóðar eins og þeir eru teiknaðir í meðfylgjandi skissu.
19.3. 2204330 - Smáraflöt 5 bílskúr - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn húseiganda um útfærslu húss á lóð.
Svar: Stækkun húss samkvæmt fyrirspurn er öll innan byggingarreits og þar sem byggingarreitur er 1 m frá lóðarmörkum eiga ákvæði um lengd brunagafls á lóðarmörkum ekki við. Hámarks nýtingarhlutfall er 0,35 og viðbygging er innan þeirra marka sem og hæðarmarka sem er 4,2 m.
19.4. 2108301 - Hraungata 7 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir fjölbýlishússins að Hraungötu 7. Mænishæðir þriggja húshluta sem snúa þvert á götu fara lítillega upp fyrir leyfilega hámarkshæð eða sem nemur 20-30 cm. Megin hluti þaks er undir hámarkshæð.
Burðarvirki í svalagangi er utan byggingarreits og hefur það að markmiði að styrkja burðarvirki hússins.
Eitt bílastæði af 14 er ætlað fyrir minni farartæki.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað ofangreind atriði varðar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017
19.5. 2204368 - Hraungata 36 bílaplan - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu á steyptu bílastæði lóðarinnar Hraungata 36 sem gerir ráð fyrir móttaka á ofanvatni innan lóðar. Svar: Með vísan í afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarstjórnar vegna Kinnargötu 26 gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað ofangreinda útfærslu á bílastæði varðar þar sem að móttaki ofanvatns er innan lóðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
19.6. 2204369 - Hraungata 38 bílaplan- Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu á steyptu bílastæði lóðarinnar Hraungata 38 sem gerir ráð fyrir móttaka á ofanvatni innan lóðar. Svar: Með vísan í afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarstjórnar vegna Kinnargötu 26 gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað ofangreinda útfærslu á bílastæði varðar þar sem að móttaki ofanvatns er innan lóðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
19.7. 2203342 - Holtás 7 Garðhýsi - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hraunsholts vestra (Ásahverfis) sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits í norðvesturhorni lóðar fyrir garðhýsi sem verður 15 m2 að flatarmáli. Hluti garðhýsis er innan núverandi byggingarreits.
Lagðar fram teikningar sem eru áritaðar af öllum þeim aðilum sem grenndarkynning náði til þar sem þeir lýsa yfir því að þeir gera ekki athugasemd við tillöguna.
Með vísan í 3.mgr.44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 skoðast tillagan því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Hraunsholts vestra (Ásahverfis)
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).