09.09.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2509040 - Menningardagskrá haust 2025 |
Ólöf Breiðfjörð, menningarfulltrúi Garðabæjar, mætti á fund bæjarráðs og kynnti menningardagskrá í Garðabæ fyrir haustið 2025. |
|
|
|
|
|
2. 2502102 - Hönnun - Útboð - Miðgarður 2. hæð útleiga á rými |
Minnisblað valnefndar um útleigu 600 fermetra rýmis á 2. hæð í Miðgarði kynnt. Farið var yfir störf nefndarinnar sem yfirfór innsend gögn frá áhugasömum aðilum, kynningar þeirra og fundaði með þeim aðilum sem sýndu rýminu og rekstri í því áhuga. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu valnefndar um útleigu rýmis í Miðgarði, um að gengið verði til samningaviðræðna við Sjúkraþjálfun Garðabæjar um útleigu rýmisins. |
|
|
|
|
|
3. 2509039 - Íbúafundir - haust 2025 |
Kynning á fyrirhuguðum íbúafundum sem haldnir verða á vegum Garðabæjar í september. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Miðgarði þann 10. september 2025 klukkan 19:30. Annar fundurinn verður haldinn í Urriðaholtsskóla þann 17. september 2025 klukkan 19:30. Þriðji fundurinn verður haldinn í Álftanesskóla þann 24. september 2025 klukkan 19:30. |
|
|
|
4. 2509020 - Bréf Stígamóta um framlag til starfsemi Stígamóta 2026, dags. 01.09.25. |
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu við úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2026.
|
|
|
|
5. 2509112 - Bréf Kvennathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2026, dags. 05.09.25. |
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu við úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2026.
|
|
|
|
6. 2509110 - Bréf SSH um samning við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, dags. 01.09.25 |
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu dags. 1. september 2025 varðandi drög að sameiginlegum samningi sveitarfélaganna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins vegna áranna 2026-2028. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samning sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins 2026-2028 og að fela Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra, að undirrita samninginn fyrir hönd Garðabæjar. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. |