Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar |
03.09.2025 kl. 15:00 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Eva Björg F Torfadóttir varamaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir aðalmaður, Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Anna María Skúladóttir fulltrúi skólastjóra, Ragnheiður Stephensen fulltrúi kennara, Vera Rut Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra. |
|
Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
Við upphaf fundarins óskaði formaður skólanefndar eftir því að bæta við dagskrár lið nr. 5. Skólanefnd samþykkti breytta dagskrá.
|
1. 2508042 - Ársskýrslur grunnskóla 2024-2025 |
Lagðar voru fram ársskýrslur grunnskóla skólaársins 2024-2025. Skólanefnd færir þakkir til skólafólks fyrir faglegar og vel unnar ársskýrslur. Þær bera vott um metnaðarfullt og gott skólastarf auk þess sem þær eru mikilvæg heimild og tæki til stefnumótunar í skólastarfinu. Skólanefnd fagnar samræmingu efnistaka í ársskýrslum en telur að skoða mætti frekari samræmingar. Skólanefnd vísar málinu til fræðslu- og frístundasvið til frekari skoðunar með skólastjórnendum. . |
|
|
|
2. 2508347 - Skólabyrjun 2025-2026. Fjöldi nemenda og fleiri upplýsingar |
Grunnskólafulltrúi fór yfir skólabyrjun 2025-2026. Á ár hófu 2630 nemendur nám í grunnskólum Garðabæjar, þar af 258 nemendur í 1. bekk, 305 nemendur munu ljúka grunnskóla vorið 2026. Farið var yfir áherslu í skólastarfi í Garðabæ 2025 - 2026. |
|
|
|
3. 2508349 - Reglur um símanotkun í grunnskólum Garðabæjar |
Lögð var fyrir samantekt um reglur sem gilda um símanotkun í grunnskólum Garðabæjar. Símanotkun er óheimil í kennslustundum í grunnskólum bæjarins. Undantekningar á þeim reglum er þegar nemendur þurfa að nota tækin í verkefnum í unglingadeildum og þá aðeins með leyfi kennara. Fræðslu- og frístundasviði er falið að skoða ávinning þess að hafa samræmdar reglur um símanotkun í grunnskólum í Garðabæ. |
|
|
|
4. 2506001 - Sértæk úrræði í grunnskólum |
Lögð var fram til kynningar viljayfirlýsing á milli Garðabæjar og Jónsvegs ehf. um vilja til að undirbúa stofnun skóla, sem er sérhæfður grunnskóli fyrir einhverf börn. |
|
|
|
5. 2509098 - Námsmat í grunnskólum |
Skólanefnd leggur til að allir grunnskólar í Garðabæ hvort heldur þeir sem eru bæjarreknir eða sjálfstætt starfandi, leggi fyrir Matsferil Menntamálastofnunar (MMS) í 4.-10.bekk í íslensku og í stærðfræði. Markmið tillögunnar er að tryggja samræmda og markvissa eftirfylgni með námsframvindu nemenda og styðja við skólaþróun og einstaklingsmiðað nám. Markmið Matsferils er m.a. að stuðla að sífelldri endurskoðun og umbótum í skólastarfi og efla gæði náms. Þá leggur nefndin áherslu á að námsmat við lok hvers skólastigs þ.e., í 4., 7., og 10. bekk, verði samræmt í grunnskólum Garðabæjar, þannig að sömu námsmarkmið og matsgildi verði á bak við námsmat nemenda. Lagt er til að byrjað verði á íslensku og stærðfræði og önnur fög innleidd í áföngum á næstu árum. Skólanefnd vísar málinu til fræðslu- og frístundasviðs til frekari vinnslu. |
|
|
|
6. 2508348 - Fundir skólanefndar 2025-2026, helstu áherslur. |
Formaður skólanefndar fór yfir fyrirhugaða fundi skólanefndar skólaárið 2025-2026. Farið var yfir hlutverk skólanefndar og helstu áherslur nefndarinnar á skólaárinu.
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00. |