|
Til baka |
Prenta |
|
Bæjarstjórn Garðabæjar |
11. (963). fundur |
|
04.09.2025 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
|
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson 1. varaforseti. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi. |
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. |
|
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2508021F - Fundargerð bæjarráðs frá 26/8'25. |
Fundargerðin sem er 5.tl. er samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. 2508026F - Fundargerð bæjarráðs frá 2/9'25. |
Gunnar Valur Gíslason ræddi 2.tl. árshlutauppgjör Garðabæjar 30.06.2025 og lagði fram eftirfarandi bókun: "Árshlutauppgjör Garðabæjar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 endurspeglar sterka fjárhagslega stöðu bæjarsjóðs og rekstur í góðu jafnvægi. Rekstrarniðurstaða er jákvæð um 287 milljónir króna, grunnreksturinn eflist og sjóðstreymi bæjarsjóðs styrkist enn. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í innviðum bæjarins á fyrri hluta ársins 2025 voru langtímalántökur hóflegar og skammtímaskuldir lækkuðu verulega á þessu sama tímabili. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjum ríka áherslu á að tryggja öryggi, festu og skilvirkni í rekstri bæjarins. Traust og sterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs er grundvöllur þess að Garðabær sé vel undir það búinn að byggja upp ný hverfi og mæta aukinni þjónustu vegna fjölgunar íbúa."
Fundargerðin sem er 7.tl. er samþykkt samhljóða. |
|
2505078 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Þorraholt 2-4, br dsk Hnoðrah Norður. |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. ágúst 2025 varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður að lokinni grenndarkynningu og skoðun hjá umhverfissviði, ásamt þeim athugasemdum sem bárust á kynningartíma og þeim viðbótargögnum sem bætt var við á meðan á kynningu stóð. Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarkshæð byggingarreits verslunar- og þjónustulóðarinnar Þorraholt 2-4 hækki um 38 cm úr 78 mys í 78,38 mys. Hámarkshæðin nær til byggingarreits húss 2 á lóðinni. Þann 8. maí 2025 vísaði skipulagsnefnd tillögunni til grenndarkynningar sem óverulegri deiliskipulagsbreytingu. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti ákvörðun skipulagsnefndar á fundi sínum þann 15. maí. Grenndarkynning stóð frá 15. maí til 12. júní. Eigandi Útholts 1 og 3 óskaði eftir viðbótargögnum sem sýndu betur áhrif breytingarinnar á útsýni frá báðum hæðum verðandi húss. Við því var orðið og bárust viðkomandi þau gögn þann 12. júní. Skipulagsstjóri framlengdi frest til að skila inn athugasemdum til 18. júní. Alls bárust athugasemdir frá þremur aðilum sem grenndarkynningin náði til eða frá eigendum Útholts 1 og 3, Útholts 2 og 4 og Útholts 8 og 10. Athugasemdir snerust aðallega um skerðingu útsýnis sem hlytist af breytingartillögunni. Skipulagsnefnd telur að áhrif breytingartillögunnar, þ.e. hækkun hámarkshæðar um 38 cm, á útsýni frá lóðum við Útholt sé óveruleg og ekki sé hægt að sýna fram á að tillagan muni hafa áhrif á virði eignanna enda verði útsýni frá verðandi byggingum til vesturs og norðurs eftir sem áður mjög gott. Eigandi Þorraholts 2-4 hefur gert grein fyrir því að þessi hækkun sé mikilvæg fyrir útfærslu hússins sem hefur verið í hönnunar- og uppbyggingarferli samhliða ferli deiliskipulagsbreytingarinnar. Verkefnið er umfangsmikið og flókið og hefur kallað á breytingar á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd hefur skilning á því að lóðarhafar við Útholt geri athugasemdir við þær tilfærslur sem hafa orðið á deiliskipulaginu undanfarna mánuði. Um leið hefur skipulagsnefnd skilning á því að hönnun og uppbygging svo viðamikils verkefnis kalli á breytingar. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts Norður í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
2508149 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Nýibær á Garðaholti. |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. ágúst 2025 varðandi fyrirspurn um rekstur verkstæðis, kaffihúss og sölubúðar í útihúsum austan Garðavegar á landi sem Nýibær hefur haft til umráða. Skipulagsnefnd telur að starfsemi skrímslasmiðju brjóti ekki í bága við deiliskipulag Garðahverfis sem er í næsta nágrenni. Gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir íbúðarbyggð á svæðinu. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og því þarf að gera ráð fyrir því að starfsemin geti verið víkjandi þegar til þess kemur. Huga þarf vel að útfærslu á aðkomu frá Garðavegi og skal það gert í samráði við umhverfissvið.
|
|
|
|
|
3. 2508015F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 20/8'25. |
Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl. starfsáætlun ÍTG 2025 til 2026, 2.tl. afreksstyrki 2025, 3.tl. reglur um ferðastyrki ÍTG, 4.tl. íþróttaþing Garðabæjar, 5.tl. fótbolta fyrir alla - styrkbeiðni, 6.tl. Sinfó í sundi - samfélagsgleði um allt land í lok ágúst, 7.tl. Ungmennahús undirbúningsvinnu, 8.tl. kvöldakstur Strætó, 9-29.tl. umsóknir um ferðastyrki íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og önnur mál fundargerðarinnar. Guðfinnur Sigurvinsson ræddi fundargerðina. Ingvar Arnarson ræddi fundargerðina. Guðlaugur Kristmundsson ræddi 7.tl. Ungmennahús undirbúningsvinnu, 9-29.tl. umsóknir um ferðastyrki íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og fundargerðina. Brynja Dan Gunnarsdóttir ræddi 5.tl. fótbolta fyrir alla - styrkbeiðni, 6.tl. Sinfó í sundi - samfélagsgleði um allt land í lok ágúst og fundargerðina. Harpa Þorsteinsdóttir ræddi önnur mál fundargerðarinnar, 5.tl. fótbolta fyrir alla - styrkbeiðni og fundargerðina. Guðfinnur Sigurvinsson tók til máls að nýju og ræddi fundargerðina. Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls að nýju og ræddi fundargerðina. Björg Fenger ræddi önnur mál fundargerðarinnar, 5.tl. fótbolta fyrir alla - styrkbeiðni og fundargerðina. Almar Guðmundsson ræddi 9.-29.tl. umsóknir um ferðastyrki íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, 7.tl. Ungmennahús undirbúningsvinnu og fundargerðina. Harpa Þorsteinsdóttir tók til máls að nýju og ræddi fundargerðina.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
4. 2508022F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 28/8'25. |
Ingvar Arnarson ræddi fundargerðina. Almar Guðmundsson ræddi fundargerðina. Ingvar Arnarson tók til máls að nýju og ræddi fundargerðina. Almar Guðmundsson tók til máls að nýju og ræddi fundargerðina. Björg Fenger ræddi fundargerðina. Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi fundargerðina.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
5. 2508014F - Fundargerð velferðarráðs frá 22/8'25. |
Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. Exit - leið úr afbrotum og 6.tl. búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
6. 2501538 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 25/8'25. |
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
7. 2502221 - Fundargerð stjórnar Strætó bs frá 15/8'25. |
Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl. leigu á rafvögnum, 2.tl. skipan fulltrúa Strætó í eignamat vegna Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf., 3.tl. skipan starfskjaranefndar, 4.tl. árshlutauppgjör janúar til júní 2025, 5.tl. forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025, 6.tl. sölutölur og 7.tl. markaðsmál. Guðfinnur Sigurvinsson ræddi fundargerðina.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
8. 2506043 - Kosning fulltrúa í fastanefnd |
Gerð tillaga um að Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir (B) verði kjörin aðalmaður í menningar- og safnanefnd í stað Urðar Bjargar Gísladóttur (B).
Tillagan er samþykkt samhljóða. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15. |
|
|
Til baka |
Prenta |
|