Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra
13. fundur
03.10.2025 kl. 10:00 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2509008 - Holtstún 14 - breyta lóð - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um uppskiptingu lóðarinnar Holtstúns 14. Skipulagsstjóri getur ekki fallist á uppskiptingu lóðarinnar, þar sem það er ekki í samræmi við byggðarmynstur á staðnum, sem einkennist af einnar hæðar eibýlishúsum á stórum lóðum sem liggja að tjarnarbakkanum.
2. 2506388 - Túngata 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Túngötu 22.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
3. 2509260 - Langafit 26 - Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra. Breytingin gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir bílskúr í samræmi við veitt byggingarleyfi frá 1981.
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hraunsholts eystra í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum við Löngufit 22 og 24 og Hraunholtsveg 2. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
4. 2509187 - Aratún 8 - Deiliskipulagsbr
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Silfurtúns. Tillögu er vísað til umsagnar hjá deiliskipulagshöfundi.
5. 2306581 - Blikanes 27 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, vegna nýtingu á óútgröfnu rými í kjallara í Blikanesi 27. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis hvað það varðar.
6. 2509546 - Hegranes 35 - fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn vegna endurnýjun þaks við Haukanes 35. Fyrirhuguð útfærsla gerir ráð fyrir því að þakskegg muni ná út fyrir byggingarreit en í deiliskipulagi er kveðið á um að allir húshlutar, þar á meðal þakskegg, skuli vera innan byggingarreits. Skipulagsstjóri vísar útfærslunni til grenndarkynningar hjá eigendum Hegraness 33. hægt er að stytta tíma grenndarkynningar ef þeir sem að grenndarkynning nær til hafa með áritun sinni á uppdrátt staðfest að þau geri ekki athugasemd við útfærsluna.
7. 2509213 - Hvannalundur 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, vegna viðbyggingar, við Hvannalund 9. Viðbygging rúmast innan byggingarreits og er því samræmi við ákvæði deiliskipulags. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
8. 2509343 - Skólabraut 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi á færanlegum kennslustofum við Hofsstaðaskóla. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
9. 2508514 - Stekkholt 1-9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Í umsögn kemur fram að bílastæðum á lóð hafi verið víxlað, með tilliti til staðsetningu þeirra á deiliskipulagsuppdrætti. Skoðun leiðir í ljós að það muni ekki hafa áhrif á gatnahönnun.
Skipulagsstjóri gerir því ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).