26.08.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs. |
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2507174 - Stofnstígur við Vífilsstaði - opnun tilboða. |
Eftirfarandi tilboð bárust í útboðsverkið "Stofnstígur við Vífilsstaði":
1. SS verktak ehf., kr. 56.957.000. 2. Stéttafélagið ehf., kr. 53.577.500. 3. Atlas verktakar ehf., kr. 58.692.250. 4. Steinmótun ehf., kr. 36.598.000. 5. Glitnir verktakar ehf., kr. 44.000.000. 6. Gott verk ehf., kr. 28.644.000. 7. Jarðtækni ehf., kr. 32.666.100. 8. Fagurverk ehf., kr. 39.822.500. 9. Karína ehf., kr. 27.476.050. 10. Lóðaþjónustan ehf., kr. 30.315.500. 11. Membra ehf., kr. 39.887.000. 12. Urð og grjót ehf., kr. 39.954.000.
Kostnaðaráætlun var kr. 47.963.000.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Karína ehf., að fjárhæð kr. 27.476.050. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
|
|
|
|
2. 2402158 - Niðurstaða úttektar mennta- og barnamálaráðuneytis um starfsemi tónlistarskóla á Íslandi. |
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti helstu niðurstöður í úttekt Acur fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið vegna úttektar á starfsemi tónlistarskóla á Íslandi. Bæjarráð vísar úttektinni til skoðunar hjá skólanefnd Tónlistarskóla Garðabæjar. |
|
|
|
3. 2508222 - Tilkynning frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála um stjórnsýslukæru nr. 129/2025 - Borgarás 10, dags. 18. ágúst 2025. |
Lögð fram kæra lóðarhafa Borgaráss 12 til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar Garðabæjar um höfnun á ógildingu byggingarleyfis vegna framkvæmda við Borgarás 10. Varakrafa er höfð uppi um að Garðabæ verði gert að endurupptaka leyfið. Bæjarráð felur Hjalta Steinþórssyni lögmanni að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
|
|
|
|
4. 2506653 - Beiðni um endurupptöku kærumáls ÚUA nr 91/2025 - deiliskipulag Arnarlands. |
Lögð fram afgreiðsla Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 91/2025, þar sem farið var fram á endurupptöku á máls kæranda, þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja deiliskipulag Arnarlands. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði endurupptökubeiðninni þar sem ekki þóttu uppfyllt skilyrði um að ákvörðun hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, né að íþyngjandi ákvörðun hafi byggst á atvikum sem breyst hefðu verulega frá því að ákvörðun var tekin.
|
|
|
|
5. 2506654 - Beiðni um endurupptöku kærumáls ÚUA nr 93/2025 - deiliskipulag Arnarlands. |
Lögð fram afgreiðsla Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 93/2025, þar sem farið var fram á endurupptöku á máls kæranda, þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja deiliskipulag Arnarlands. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði endurupptökubeiðninni þar sem ekki þóttu uppfyllt skilyrði um að ákvörðun hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, né að íþyngjandi ákvörðun hafi byggst á atvikum sem breyst hefðu verulega frá því að ákvörðun var tekin. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:30. |