02.09.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2507256 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2026 (2026 - 2029) - forsendur og ferli. |
Forsendur og vinnuferlar vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2026 (2026-2029) lagðar fram til kynningar. Fjárhagsáætlun verður lögð fram í bæjarráði fyrir lok október 2025 og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn 6. nóvember 2025. Síðari umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð 4. desember 2025.
Bæjarráð samþykkir forsendur og vinnuferla fjárhagsáætlunar 2026.
|
|
|
|
|
|
2. 2508513 - Árshlutauppgjör Garðabæjar 30.06.2025. |
Bæjarstjóri gerði grein fyrir árshlutauppgjöri Garðabæjar fyrir tímabilið janúar - júní 2025. Niðurstaða A og B hluta fyrir tímabilið er í þ.kr.: Rekstrartekjur 16.224.159. Rekstrargjöld 13.870.936. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir 2.353.224. Afskriftir (986.461). Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og gjalda 1.366.763. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld (1.079.727). Rekstrarniðurstaða er jákvæð 287.036.
|
|
|
|
|
|
3. 2504086 - Suðurhraun 2b - Umsókn um byggingarleyfi - 02 0107 |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrú að veita Bolholti 4. ehf,. kr. 510705-1220, leyfi fyrir þegar gerðum breytingum á rými 02 0107 að Suðurhrauni 2b. |
|
|
|
4. 2505078 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Þorraholt 2-4, br dsk Hnoðrah Norður. |
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. ágúst 2025 varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður að lokinni grenndarkynningu og skoðun hjá Umhverfissviði, ásamt þeim athugasemdum sem bárust á kynningartíma og þeim viðbótargögnum sem bætt var við á meðan á kynningu stóð. Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarkshæð byggingarreits verslunar og þjónustulóðarinnar Þorraholt 2-4 hækki um 38 cm úr 78 mys í 78,38 mys. Hámarkshæðin nær til byggingarreits húss 2 á lóðinni. Þann 8. maí 2025 vísaði skipulagsnefnd tillögunni til grenndarkynningar sem óverulegri deiliskipulagsbreytingu. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti ákvörðun skipulagsnefndar á fundi sínum þann 15. maí. Grenndarkynning stóð frá 15. maí til 12. júní. Eigandi Útholts 1 og 3 óskaði eftir viðbótargögnum sem sýndu betur áhrif breytingarinnar á útsýni frá báðum hæðum verðandi húss. Við því var orðið og bárust viðkomandi þau gögn þann 12. júní. Skipulagsstjóri framlengdi frest til að skila inn athugasemdum til 18. júní. Alls bárust athugasemdir frá þremur aðilum sem grenndarkynningin náði til eða frá eigendum Útholts 1 og 3, Útholts 2 og 4 og Útholts 8 og 10. Athugasemdir snerust aðallega um skerðingu útsýnis sem hlytist af breytingartillögunni. Skipulagsnefnd telur að áhrif breytingartillögunnar, þ.e. hækkun hámarkshæðar um 38 cm, á útsýni frá lóðum við Útholt sé óveruleg og ekki sé hægt að sýna fram á að tillagan muni hafa áhrif á virði eignanna enda verði útsýni frá verðandi byggingum til vesturs og norðurs eftir sem áður mjög gott. Eigandi Þorraholts 2-4 hefur gert grein fyrir því að þessi hækkun sé mikilvæg fyrir útfærslu hússins sem hefur verið í hönnunar- og uppbyggingarferli samhliða ferli deiliskipulagsbreytingarinnar. Verkefnið er umfangsmikið og flókið og hefur kallað á breytingar á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd hefur skilning á því að lóðarhafar við Útholt geri athugasemdir við þær tilfærslur sem hafa orðið á deiliskipulaginu undanfarna mánuði. Um leið hefur skipulagsnefnd skilning á því að hönnun og uppbygging svo viðamikils verkefnis kalli á breytingar. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts Norður í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
|
|
5. 2508149 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Nýibær á Garðaholti. |
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. ágúst 2025 varðandi fyrirspurn um rekstur verkstæðis, kaffihúss og sölubúðar í útihúsum austan Garðavegar á landi sem Nýibær hefur haft til umráða. Skipulagsnefnd telur að starfsemi skrímslasmiðju brjóti ekki í bága við deiliskipulag Garðahverfis sem er í næsta nágrenni. Gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir íbúðarbyggð á svæðinu. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og því þarf að gera ráð fyrir því að starfsemin geti verið víkjandi þegar til þess kemur. Huga þarf vel að útfærslu á aðkomu frá Garðavegi og skal það gert í samráði við Umhverfissvið. |
|
|
|
6. 2508507 - Bréf starfsmanna Flataskóla varðandi samgöngusamning, dags. 29. ágúst 2025. |
Lagt fram bréf starfsfólks Flataskóla þar sem þess er farið á leit að Garðabær taki upp samgöngusamning við starfsfólk Garðabæjar til að ýta undir og styðja vistvænar samgöngur í Garðabæ. Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar á umhverfissviði og fjármála- og stjórnsýslusviði.
|
|
|
|
7. 2505330 - Farsældarráð höfuðborgarsvæðisins. |
Lögð fram drög að starfsreglum, skipuriti og samningum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, varðandi farsældarráð höfuðborgarsvæðisins, sem hafi það að markmikið að styðja innleiðingu farsældarlaga og tryggja skilvirkt samstarf þjónustuaðila. Bæjarráð tilnefnir Svanhildi Þengilsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs og Guðbjörgu Lindu Udengard, sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs sem fulltrúa Garðabæjar í farsældarráði. Bæjarráð tilnefnir Önnu Eygló Karlsdóttur, deildarstjóra barnaverndar, sem varamann Svanhildar og Eddu Björgu Sigurðardóttur, grunn- og tónlistarskólafulltrúa, sem varamann Guðbjargar Lindu í farsældarráði. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. |