|
Fundinn sátu: Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður, Harpa Rós Gísladóttir aðalmaður, Laufey Jóhannsdóttir aðalmaður, Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður, Arnar Hólm Einarsson aðalmaður, Kári Jónsson íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Gunnar Richardson tómstundafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. |
|
Fundargerð ritaði: Kári Jónsson, íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi |
|
|
| Almenn erindi |
| 1. 2511152 - Íþróttafólk ársins 2025 - Íþróttahátíð Garðabæjar jan 26 |
ÍTG hefur valið 12 einstaklinga úr 19 tilnefningum sem bárust frá félögum og einstaklingum um íþróttafólk ársins í Garðabæ árið 2025. Þau sem verða í kjöri eru: Aron Friðrik Georgsson kraftlyftingamaður úr Stjörnunni. Gunnlaugur Árni Sveinsson golfari úr GKG. Haukur Helgi Pálsson Briem körfuboltamaður úr UMFÁ. Jón Þór Sigurðsson skotíþróttamaður úr Skotíþróttafélagi Kópavogs. Nikita Basev Latíndansari úr DÍH. Ægir Þór Steinarsson körfuboltamaður úr Stjörnunni. Hanna Rún Basev Latíndansari úr DÍH. Hulda Clara Gestsdóttir golfari úr GKG. Ingeborg Eide Garðarsdóttir frjálsíþróttum fatlaðra úr Ármanni. Irma Gunnarsdóttir frjálsíþróttum úr FH. Lucie Martinsdóttir Stefaniková kraftlyftingakona úr Stjörnunni. Þórdís Unnur Bjarkadóttir bogfimi úr Boganum. Kosning á meðal almennings fari fram dagana 18. desember til og með 4.janúar 2026, íþrótta- og tómstundaráð tilkynnir útnefningu íþróttafólks Garðabæjar á Íþróttahátíð Garðabæjar 11. janúar 2026. |
|
|
|
| 2. 2512145 - Reglur hvatapeninga 2026 |
Upphæð hvatapeninga ársins 2026 hefur verið ákveðin og hækkar úr 60.000kr í 67.000,- kr. á ári. áfram verður hægt að sækja um viðbótar hvatapeninga kr. 15.000,- ef tekjur heimilisins eru undir 923.000,- kr./mán eða 1.131.000,- kr. hjá einhleypum foreldrum. Börn og ungmenni á tekjulágum heimilum geta þannig sótt um 82.000 kr. hvatapeninga. Reglurnar voru lagðar fram í heild sinni til umræðu. Engar breytingar aðrar en á peningaupphæðinni eru gerðar á reglum hvatapeninga að svo stöddu. |
|
|
|
| 3. 2510389 - Golfleikjanámskeið GKG - styrkbeiðni |
| ÍTG samþykkir að vísa þessari ósk til viðræðna við félagið um rekstrarstyrki næsta árs og framkvæmdar sumarnámskeiða 2026. |
|
|
|
| 4. 2511167 - Þarfagreining um íþróttasvæði í og við Miðgarð |
| Fram fóru umræður um málið og rætt um frekari gagnaöflun. Í samráði við formann bæjarráðs hefur verið ákveðið að fresta skilum á greinargerð íþrótta- og tómstundaráðs fram yfir áramót, en unnið er að frekari gagna- og upplýsingaöflun. |
|
|
|
| 5. 2511052 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
| ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 fyrir Þóri Bjarna Traustason vegna UCI World Championship in Enduro (HM í Enduro) á vegum HRÍ Landslið Íslands í Enduro fjallahjólreiðum , september 2025. |
|
|
|
| 6. 2511262 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
| ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Ástu Kristinsdóttur vegna NM í hópfimleikum í Finnlandi 6.11.2025. |
|
|
|
| 7. 2512108 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
| ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Brynjars Smára Elvarssonar vegna V-EM í kraftlyftingum í Finnlandi 10. september 2025. |
|
|
|
| 8. 2512057 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
| ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Örnu Sólrúnar Heimisdóttur vegna Silver League á vegum BLÍ í Lúxemburg 12.-15. júní 2025. |
|
|
|
| 9. 2512056 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
| ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Örnu Sólrúnar Heimisdóttur vegna Silver League á vegum BLÍ í Sviss 5.-8. júní 2025. |
|
|
|
| 10. 2512034 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
| ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Mateusz Marek Markowski vegna NM í hópfimleikum 6.-9.nóv 2025. |
|
|
|
| 11. 2511369 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar |
| ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Aðalheiður G. Kolbeinsdóttir vegna NM í hópfimleikum 6.-9.nóv 2025. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 |