6. nóv. 2025

Álfta­nes: Lágur þrýst­ingur á heita vatninu

Vegna tenginga fyrir hitaveitulögn við Bæjarhraun í Hafnarfirði verður lágur þrýstingur á heita vatninu á Álftanesi mán 10. nóvember 08:00 - 19:00.

 


Ástæðan er sú að til að tengja þarf að taka vatnið af hitaveitulögninni sem alla jafna flytur heita vatnið á Álftanes.Til að ekki verði heitavatnslaust er önnur lögn tengd, en hún er minni og getur því ekki flutt jafn mikið vatn á svæðið.

Það er ekki búist við því að heitavatnslaust verði í húsunum, en gera má ráð fyrir að einstaka hús fái mjög lágan þrýsting.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar þrýstingur eykst að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum, t.d. gólfhitakerfum.

Veitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.