1. mar. 2019

Auglýst er eftir umsóknum í þróunarsjóð leikskóla í Garðabæ

Fræðslu- og menningarsvið auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr Þróunarsjóði leikskóla Garðabæjar.

Fræðslu- og menningarsvið auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr Þróunarsjóði leikskóla Garðabæjar. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi leikskóla í Garðabæ. Einstaka leikskólakennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við leikskóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu og menningarsvið í samstarfi við leikskóla geta sótt um styrk í þróunarsjóð.
Til úthlutunar árið 2019 eru 8 milljónir.

Áhersluþættir Þróunarsjóðs leikskóla 2019 - 2020:

  • Samvinna milli skóla og skólastiga
  • Tenging fræðasamfélags og starfsvettvangs
  • Umhverfisvitund í nærumhverfi barna
  • Heilsuefling í leikskólauppeldi
  • Efling á lýðræðisvitund og þátttöku barna í starfi leikskóla


Einnig er hægt að sækja um styrki til verkefna sem styðja við skólanámskrá og sérstöðu hvers skóla.
Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. apríl og verður þeim svarað fyrir 30. apríl.

Frekari upplýsingar veitir:
Halldóra Pétursdóttir, verkefnastjóri, s. 525 8500.

Sjá einnig upplýsingar um úthlutun fyrri ára hér á vefnum.

Reglur:

Reglur þróunarsjóðs grunnskóla og þróunarsjóðs leikskóla eru aðgengilegar á vefnum á síðunni stjórnsýsla/reglugerðir undir flokknum fræðslu- og menningarmál.

Eyðublöð:

Umsókn um styrk úr þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ - rafræn umsókn á Mínum Garðabæ