10. sep. 2020

Bæjarbraut lokuð að hluta föstudaginn 11. september

Vegna framkvæmda verður Bæjarbraut lokuð, frá hringtorginu við Skólabraut að hringtorgi við Hæðarbraut og Bæjarbraut, frá kl. 9-15 föstudaginn 11. september.

Vegna framkvæmda Veitna við lagningu rafstrengja þá verður Bæjarbraut lokuð föstudaginn 11. september frá kl. 09.00 til kl. 15.00.

Lokunin nær frá hringtorginu á mótum Skólabrautar, Karlabrautar og Bæjarbrautar að hringtorginu á mótum Hæðarbrautar og Bæjarbrautar.  Hjáleið er um Karlabraut, Hnoðraholtsbraut, Gilsbúð eins og sjá má á mynd.