3. apr. 2020

Bæjarlistamaður Garðabæjar - ábendingar

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir eftir rökstuddum ábendingum frá einstaklingum eða samtökum listamanna um útnefningu bæjarlistamanns Garðabæjar. 

  • Hvatningarsjóður fyrir unga hönnuði og listamenn
    Ungir hönnuðir og listamenn í Garðabæ á aldrinum 15-25 ára geta sótt um styrk í Hvatningarsjóð fyrir unga hönnuði og listamenn. Einstaklingar og hópar geta sótt um styrk til hvers kyns listviðburða eða verkefna sem fara fram á árinu og næsta ári.

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir eftir rökstuddum ábendingum frá einstaklingum eða samtökum listamanna um útnefningu bæjarlistamanns Garðabæjar. Óskað er eftir ábendingum til og með 3. maí 2020.

Senda má rökstuddar ábendingar rafrænt í t-pósti til Huldu Hauksdóttur upplýsingastjóra, hulda@gardabaer.is eða á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is eða skriflega á Bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7.

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar.
Nánari upplýsingar og reglur má sjá hér.