28. sep. 2020

Breiðamýri lokuð vegna hellulagnar fimmtudaginn 1. okt og föstudaginn 2. okt

Fimmtudaginn 1. október og föstudaginn 2. október verður unnið að hellulögn í þrengingu í Breiðamýri. Götunni verður lokað á meðan á vinnu stendur en opið verður fyrir gangandi vegfarendur.

Fimmtudaginn 1. október og föstudaginn 2. október verður unnið að hellulögn í þrengingu í Breiðamýri eftir lagnavinnu sem þar fór fram. Götunni verður lokað á meðan á vinnu stendur en opið verður fyrir gangandi vegfarendur.

Lögð er sérstök áhersla á að halda gönguleið framhjá þverun öruggri og greiðfærri þar sem mikil umferð barna er um svæðið.