Dale Carnegie fyrir ungt fólk í Garðabæ
Garðabær heldur áfram samstarfi við Dale Carnegie um þjálfun á ungu fólki. Næsta námskeið verður haldið í Garðaskóla og er fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 15 ára (8. til 10. bekk) búsett í Garðabæ.
Þetta er skemmtilegt námskeið sem ýtir undir frumkvæði, eflir leiðtogahæfileika og eykur sjálfstraust og samkennd þátttakenda. Að hafa jákvæða sjálfsmynd og trú á sjálfan sig hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og í dag með síauknum samanburði við jafnaldra. Á þessu námskeiði lærum við að þekkja okkur sjálf betur, setja okkur markmið og þjálfum færni sem gerir okkur kleift að ná þeim. Nánar um námskeiðin á dale.is.
Skráning á dale.is/ungtfolk og hægt er að fá ókeypis ráðgjöf á dale.is/fadu-einkaradgjof
Það sem er farið yfir:
- Þjálfum okkur í að tala fyrir framan hóp og verða betri í tjáningu
- Eflum sjálfstraust og lærum að þekkja okkur sjálf
- Lærum að þora að eiga frumkvæði í samskiptum, dýpka sambönd og auka samkennd
- Skoðum virði þess að vera duglegri og leggja okkur fram
- Lærum aðferðir sem hjálpa okkur að vera jákvæðari
- Lærum hvað hrós og hvatning getur haft jákvæð áhrif á okkur sjálf og aðra
- Eflum frumkvæði og leiðtogafærni og skoðum gildin okkar
Fyrirkomulag: Námskeiðið er einu sinni í viku, 3,5 klst í senn í 6 skipti og eitt skipti í 1 klst. sem eftirfylgni.
Hefst 23. október 2025.
Verð: Fullt gjald fyrir námskeiðið er 129.000 kr fyrir hvern þátttakanda en vegna samstarfssamnings Garðabæjar og Dale Carnegie greiða þátttakendur í Garðabæ 64.000. Greiðsludreifing í boði. Innifalið: Handbók og ítarefni..
Skráning: Hægt er að skrá þátttakanda á námskeiðið á dale.is eða á skrifstofu Dale Carnegie í 555 7080.
Tímasetningar:
- 17:00 – 20:30 | 23. október 2025
- 17:00 – 20:30 | 30. október 2025
- 17:00 – 20:30 | 06. nóvember 2025
- 17:00 – 20:30 | 13. nóvember 2025
- 17:00 – 20:30 | 20. nóvember 2025
- 17:00 – 20:30 | 27. nóvember 2025