17. ágú. 2020

Fræsun á Smáraflöt föstudaginn 14. og mánudaginn 17. ágúst og malbikun þriðjudaginn 18. ágúst

Föstudaginn 14. ágúst og mánudaginn 17. ágúst verður unnið að fræsun á Smáraflöt, frá kl. 9:00 og fram eftir degi. Malbikun er svo áætluð þriðjudaginn 18. ágúst.

Föstudaginn 14. ágúst og mánudaginn 17. ágúst verður unnið við fræsun á Smáraflöt, á allri götunni. Byrjað verður um klukkan 9:00 og unnið fram eftir degi. Götukafli verður lokaður fyrir umferð á meðan framkvæmdum stendur en reynt verður að hleypa íbúum framhjá eins og hægt er. Reikna má með töfum á umferð á meðan á fræsuninni stendur.

Í framhaldi af fræsuninni er áætlað að malbika Smáraflötina þriðjudaginn, 18. ágúst, ef veður leyfir. Þá má einnig búast við töfum á umferð um götuna. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir hafa í för með sér.