21. júl. 2021

Framkvæmdir við Holtsveg

Mánudaginn 26. júlí nk. verður Holtsvegur lokaður að hluta vegna framkvæmda. Hjáleið um Lynggötu.

  • Lokun við Holtsveg í Urriðaholti
    Lokun við Holtsveg í Urriðaholti - mánudaginn 26. júlí. Rautt er lokaður kafli, græn lína sýnir hjáleið um Lynggötu.

 Um er að ræða framkvæmdir við vatnstengingu við Urriðaholtsstræti 2-4 og vegna þess þarf að rjúfa Holtsveg og beina umferð um hjáleið um Lynggötu.  Framkvæmdir hefjast kl. 08 að morgni og verklok eru fyrirhuguð kl. 20 um kvöldið á mánudaginn. 

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og fylgja merkingum.  Á meðfylgjandi mynd með frétt má sjá rauðmerkt þann hluta Holtsvegar sem verður lokaður og grænmerkt sýnir hjáleið um Lynggötu.