Framtíðar veitingastaður á Álftanesi
Garðabær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að byggja og starfrækja veitingahús á lóð við Breiðumýri 2 á Álftanesi.
Garðabær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að byggja og starfrækja veitingahús á lóð við Breiðumýri 2 á Álftanesi.
Lóðin er 2.350 m² að stærð og er heimilt að byggja á henni veitingahús sem er allt að 340 m² að stærð.
Lóðin er á opnu svæði á horni Suðurnesvegar og Breiðumýrar en á svæðinu á sér stað uppbygging nýs íbúðarkjarna með um 250 nýjum íbúðum.
Um nánar skipulagsskilmála lóðarinnar er vísað til skipulagsuppdrátta.
Umsóknum skal skilað til þjónustuvers Garðabæjar í Ráðhúsinu, Garðatorgi 7 í síðasta lagi
30. apríl 2024 kl.16:00.