15. ágú. 2023

Hækkun gatnamóta í Urriðaholtsstræti

Verið er að hækka gatnamót í Urriðaholtsstræti og munu framkvæmdir standa yfir næstu tvær vikur. Loka þarf gatnamótum við Vinastræti/Maríugötu/Urriðaholtsstræti.

Verið er að hækka gatnamót í Urriðaholtsstræti og munu framkvæmdir standa yfir næstu tvær vikur. Loka þarf gatnamótum við Vinastræti/Maríugötu/Urriðaholtsstræti, sjá mynd.

Lokað verður frá fimmtudegi 17. ágúst.

Í framhaldinu verður haldið áfram niður eftir Urriðaholtsstrætinu en þar ætti að vera hægt að gera stuttar hjáleiðir við hlið viðkomandi gatnamóta.