Hækkun sjóvarnargarða á Álftanesi
Framkvæmdir við hækkun sjóvarnargarða á Álftanesi hefjast 29. janúar.
Framkvæmdir Vegagerðarinnar og Garðabæjar við hækkun sjóvarnargarða á Álftanesi eru að hefjast.
Fyrsta verkefnið af þremur hefst á morgun, 29. janúar, og snýr að hækkun sjóvarnargarða á 540 metra kafla við Kasthúsatjörn.
Stígnum meðfram sjóvörninni verður lokað meðan á framkvæmdum stendur. Áætlað er að þær standi yfir í um 6 til 8 vikur. Hjáleið má sjá á meðfylgjandi mynd.
Í framhaldinu verður farið í næstu verkefni:
- U.þ.b. 50 metra framhald á núverandi sjóvörn á Hliðsnesi ásamt nýjum 300 metra kafla austan við núverandi vörn.
- Endurbætur og hækkun á um 140 metra kafla við Höfðabraut.
Verkinu í heild verður lokið eigi síðar en 15. maí 2026.
