17. ágú. 2021

Hafnarfjarðarvegur -fræsing

Þriðjudagskvöld 17. ágúst er stefnt á að fræsa Hafnarfjarðarveg til suðurs. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 19:00 – 1:00.

Þriðjudagskvöld 17. ágúst er stefnt á að fræsa Hafnarfjarðarveg til suðurs. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 19:00 – 1:00.

Hafnarfjarðarvegur er lokaður til suðurs og hjáleið er um Vífilsstaðaveg, Hraunholtsbraut og Álftanesveg. Einnig er opin hjáleið um Lyngás, Ásabraut, Vífilsstaðaveg, Hraunholtsbraut og Álftanesveg.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.