8. okt. 2020

Hafnarfjarðarvegur lokaður til suðurs laugardaginn 10. október frá kl. 8-18

Vegna framkvæmda við gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar verður Hafnarfjarðarvegur lokaður til suðurs (í átt að Hafnarfirði)  laugardaginn 10. október frá kl. 08-18:00

Vegna framkvæmda við gatnamótin Hafnarfjarðarvegur/Vífilsstaðavegur verður Hafnarfjarðarvegur lokaður til suðurs (í átt að Hafnarfirði) við gatnamótin laugardaginn 10. október frá kl. 08-18:00.  Hjáleið til suðurs verður merkt í gegnum Sjálandshverfi og út á Álftanesveg. Einnig verður hægt að keyra út á Hafnarfjarðarveg í gegnum Lyngás. Hjáleið inn á Vífilsstaðaveg/í miðbæ Garðabæjar verður um Goðatún og Litlatún.  Hjáleiðir má sjá grænmerktar á meðfylgjandi mynd.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna þessari lokun og þeim töfum sem henni geta fylgt þolinmæði.