Jarðrask vegna framkvæmda við ljósleiðara
Grafinn verður lagnaskurður við Njarðargrund að Marargrund vegna vinnu við ljósleiðara.
Á næstu dögum hefjast framkvæmdir Mílu vegna vinnu við ljósleiðara í miðbæ Garðabæjar. Vinnunni mun almennt fylgja lítið rask þar sem hún fer að mestu fram í gegnum holur að röralögnum. Þó þarf að grafa lagnaskurð við Njarðargrund að Marargrund og mun þeirri vinnu fylgja jarðrask. Sjá meðfylgjandi mynd sem sýnir staðsetningu skurðar.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist 9. september. Áætluð verklok óljós vegna talsverðrar tengivinnu.