24. júl. 2020

Kaldavatnslaust í Byggðum og Móum vegna bilunar

Kaldavatnslögn fór í sundur í dag föstudaginn 24. júlí og unnið er að viðgerð. Vegna þessa er kaldavatnslaust í hluta af Byggðum og Móum svo hægt sé að gera við lögnina.

  • Kort af Garðabæ
    Kaldavatnslaust vegna bilunar innan græna reitsins á kortinu

Kaldavatnslögn fór í sundur í dag föstudaginn 24. júlí og unnið er að viðgerð. Vegna þessa er kaldavatnslaust í hluta af Byggðum og Móum svo hægt sé að gera við lögnina.  Lokunin stendur yfir eitthvað fram eftir degi á meðan viðgerð stendur yfir.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 

SMS sendingar voru sendar í gsm númer íbúa í umræddum götum í gegnum skilaboðakerfi Garðabæjar.  

Skráning í skilaboðakerfi Garðabæjar

Skilaboðakerfið er tengt við kortavef Garðabæjar og þar er hægt að velja úr einstaka hús og götur og þá fá símanúmer sem eru skráð á þau heimilisföng í gegnum þjónustuna 1819 sms skilaboð þegar við á.

Ef símanúmer viðkomandi er ekki skráð hjá 1819 er hægt að óska eftir því að skrá það inn í skilaboðakerfið hjá Garðabæ með því að senda tölvupóst á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is, með nafni, símanúmeri og heimilisfangi.