Kaldavatnslaust í hluta Búðahverfis á morgun
Áætlað er að lokunin standi yfir frá 09:00 til 12:00.
Vegna vinnu vatnsveitu við stofnæð í Ásbúð verður lokað fyrir kaldavatnið í hluta Búðahverfis á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember. Áætlað er að lokunin standi yfir frá 09:00 til 12:00.
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla kaldavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Einnig að opna rólega aftur fyrir vatnið aftur, sem næst kaldavatnsinntakinu til að ná lofti úr lögninni sem getur myndast þegar lokað er fyrir úti í götu.
Lokunin nær til þessara húsa:
- Ásbúð 100-106
- Ásbúð 2-38
- Holtsbúð 1-23
