22. jún. 2020

Kjörfundur

Kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands, er fram eiga að fara laugardaginn 27. júní 2020, verður í íþróttahúsinu Mýrinni og nýjum hátíðarsal Álftanesskóla.

Kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands, er fram eiga að fara laugardaginn 27. júní 2020, verður í íþróttahúsinu Mýrinni og nýjum hátíðarsal Álftanesskóla.

Ástæða þess að kjörfundur er færður í íþróttahúsið Mýrina er til að koma til móts við tilmæli yfirkjörstjórnar um að umferð kjósenda sé með þeim hætti að inn- og útgangur úr kjördeildum sé ekki sá sami. Þá verða fjarlægðartakmarkanir tryggðar eins og kostur er.

Skipting kjördeilda fer eftir stafrófsröð götuheita.
Í íþróttahúsinu Mýrinni verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.
I. Kjördeild Aftanhæð – Brekkuás
Íslendingar búsettir erlendis
II. Kjördeild Brekkubyggð - Garðaflöt
III. Kjördeild Garðatorg - Holtsbúð
IV. Kjördeild Holtsvegur - Keldugata
V. Kjördeild Kinnargata – Langamýri
VI. Kjördeild Laufás - Mosagata
VII. Kjördeild Móaflöt - Strandvegur 1-10
VIII. Kjördeild Strandvegur 11-26 - Ögurás


Í Álftanesskóla verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.
I. Kjördeild Asparholt – Lambhagi
II. Kjördeild Litlabæjarvör – Þóroddarkot
Húsanöfn og bæir


Athygli er vakin á því að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og áttu síðast lögheimili hér á landi í Garðabæ eru á kjörskrá í I. kjördeild í íþróttahúsinu Mýrinni.

Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.

Munið að hafa meðferðis persónuskilríki.

Kjörstjórn Garðabæjar mun hafa aðsetur í íþróttahúsinu Mýrinni og hverfiskjörstjórn Álftaness á kennarastofu Álftanesskóla meðan á kjörfundi stendur.

Talning atkvæða fer fram hjá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis sem hefur aðsetur í Kaplakrika, Hafnarfirði.

Kjörstjórn Garðabæjar
Soffía Eydís Björgvinsdóttir
Jóhann Steinar Ingimundarson
Snævar Sigurðsson

Sjá einnig upplýsingar um forsetakosningarnar hér á vef Garðabæjar.