Forsetakosningar 2020

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní 2020. 

Upplýsingar um kosningarnar eru að finna á kosningavef Stjórnarráðsins, kosning.is

Kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands, er fram eiga að fara laugardaginn 27. júní 2020, verður í íþróttahúsinu Mýrinni við Skólabraut (beygt inn af Bæjarbraut, á milli Hofsstaðaskóla og Fjölbrautaskólans í Garðabæ) og nýjum hátíðarsal Álftanesskóla við Breiðumýri.

Ástæða þess að kjörfundur er færður í íþróttahúsið Mýrina er til að koma til móts við tilmæli yfirkjörstjórnar um að umferð kjósenda sé með þeim hætti að inn- og útgangur úr kjördeildum sé ekki sá sami. Þá verða fjarlægðartakmarkanir tryggðar eins og kostur er.

Auglýsing um kjörfund og kjörstaði í Garðabæ

Kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands, er fram eiga að fara laugardaginn 27. júní 2020, verður í íþróttahúsinu Mýrinni og nýjum hátíðarsal Álftanesskóla.

Ástæða þess að kjörfundur er færður í íþróttahúsið Mýrina er til að koma til móts við tilmæli yfirkjörstjórnar um að umferð kjósenda sé með þeim hætti að inn- og útgangur úr kjördeildum sé ekki sá sami. Þá verða fjarlægðartakmarkanir tryggðar eins og kostur er.

Skipting kjördeilda fer eftir stafrófsröð götuheita.
Í íþróttahúsinu Mýrinni verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.
I. Kjördeild Aftanhæð – Brekkuás
Íslendingar búsettir erlendis
II. Kjördeild Brekkubyggð - Garðaflöt
III. Kjördeild Garðatorg - Holtsbúð
IV. Kjördeild Holtsvegur - Keldugata
V. Kjördeild Kinnargata – Langamýri
VI. Kjördeild Laufás - Mosagata
VII. Kjördeild Móaflöt - Strandvegur 1-10
VIII. Kjördeild Strandvegur 11-26 - Ögurás


Í Álftanesskóla verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.
I. Kjördeild Asparholt – Lambhagi
II. Kjördeild Litlabæjarvör – Þóroddarkot
Húsanöfn og bæir


Athygli er vakin á því að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og áttu síðast lögheimili hér á landi í Garðabæ eru á kjörskrá í I. kjördeild í íþróttahúsinu Mýrinni.

Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.

Munið að hafa meðferðis persónuskilríki.

Kjörstjórn Garðabæjar mun hafa aðsetur í íþróttahúsinu Mýrinni og hverfiskjörstjórn Álftaness á kennarastofu Álftanesskóla meðan á kjörfundi stendur.

Talning atkvæða fer fram hjá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis sem hefur aðsetur í Kaplakrika, Hafnarfirði.

Kjörstjórn Garðabæjar
Soffía Eydís Björgvinsdóttir
Jóhann Steinar Ingimundarson
Snævar Sigurðsson

Auglýsing um kjörskrá Garðabæjar

Kjörskrá vegna kosninga til embættis forseta Íslands sem fram eiga að fara laugardaginn 27. júní 2020 mun liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg, frá og með þriðjudeginum 16. júní 2020 til kjördags.

Á kjörskrá eru allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir voru með lögheimili í Garðabæ samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár Íslands 6 júní 2020 og fæddir eru 27. júní 2002 og fyrr (18 ára þegar kosning fer fram).

Íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi eiga kosningarrétt í átta ár frá því að þeir fluttu lögheimili sitt af landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. (1. desember 2011).

Íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2011, eru ekki á kjörskrá við þessar kosningar nema þeir hafi sótt um það til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2019.

Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt og eru því ekki á kjörskrá.

Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands, skra.is, er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hvort aðilar eru á kjörskrá eða ekki. Leiðbeiningar og upplýsingar um kosningarnar er einnig að finna á vefsíðunni kosning.is.

Athugasemdir við kjörskrá skulu berast bæjarstjórn, en leiðréttingar á kjörskrá má gera til kjördags.

Bæjarritari


Kjörstaður í íþróttahúsinu Mýrinni við Skólabraut

Mýrin kosningarfyrirkomulag - teikning sem sýnir staðsetningu kjörklefa

Götuheiti og kjördeildir í Mýrinni

Kjörstaður í nýjum hátíðarsal Álftanesskóla, við Breiðumýri Álftanesi

Götuheiti og kjördeildir í Álftanesskóla