22. jún. 2020

Kjörskrá Garðabæjar

Kjörskrá vegna kosninga til embættis forseta Íslands sem fram eiga að fara laugardaginn 27. júní 2020 mun liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg, frá og með þriðjudeginum 16. júní 2020 til kjördags.

Kjörskrá vegna kosninga til embættis forseta Íslands sem fram eiga að fara laugardaginn 27. júní 2020 mun liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg, frá og með þriðjudeginum 16. júní 2020 til kjördags.

Á kjörskrá eru allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir voru með lögheimili í Garðabæ samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár Íslands 6 júní 2020 og fæddir eru 27. júní 2002 og fyrr (18 ára þegar kosning fer fram).

Íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi eiga kosningarrétt í átta ár frá því að þeir fluttu lögheimili sitt af landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. (1. desember 2011).

Íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2011, eru ekki á kjörskrá við þessar kosningar nema þeir hafi sótt um það til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2019.

Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt og eru því ekki á kjörskrá.

Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands, skra.is, er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hvort aðilar eru á kjörskrá eða ekki. Leiðbeiningar og upplýsingar um kosningarnar er einnig að finna á vefsíðunni kosning.is

Athugasemdir við kjörskrá skulu berast bæjarstjórn, en leiðréttingar á kjörskrá má gera til kjördags.

Bæjarritari

Sjá einnig upplýsingar um forsetakosningarnar hér á vef Garðabæjar.