3. okt. 2025

Lokun í Ásahverfi á mánudag

Lokanir verða setta upp við Hlíðarás á mánudag vegna malbikunarvinnu. 

Á mánudaginn 6. október mun Loftorka vinna við malbikun á Hlíðarás, frá Hraunholtsbraut og að Lerkiás, ef veður leyfir.  Byrjað verður um klukkan 9:00 og unnið fram eftir degi.

Götukaflinn verður lokaður fyrir alla umferð á meðan framkvæmdum stendur, sjá meðfylgjandi kort.

Athugið að hliðargöturnar við Hlíðarás lokast inni á meðan á vinnunni stendur og þar með lokast aðkoma bíla að mörgum húsum. Íbúar eru beðnir um að taka tillit til þessara framkvæmda, leggja bílum sínum á bílastæðum í kringum svæðin og nýta sér góðar gönguleiðir, rétt á meðan framkvæmd stendur yfir.