16. sep. 2025

Lokun við Asparholt

Lokun er við Asparholt frá og með deginum í dag til 17. október.

Uppfært: Upphaflega stóð til að lokunin væri til 3. október, en tafir hafa orðið á vinnunni, m.a. vegna veðurs og er nú áætlað að lokunin standi yfir til 17. október.

Framkvæmdir Veitna við lagningu nýrra fráveitu-, vatnsveitu- og hitaveitulagna standa yfir við Breiðumýri í Álftanesi. Lokun er við Asparholt frá og með deginum í dag til 17. október. Útbúinn verður bráðabirgðagöngustígur við Víðiholt á meðan á lokun stendur.

Aðkoma íþrótta- og skólasvæði er nú að austan.

Á meðfylgjandi mynd má sjá upplýsingar um framkvæmdasvæði, lokanir og hjáleiðir.