29. sep. 2025

Lokun við Norðurnesveg

Lokun verður sett upp á Norðurnesvegi á þriðjudaginn vegna vinnu við tengingu vatnslagnar og upphækkunar við gatnamót.

Framkvæmdir við Norðurnesveg á Álftanesi hefast á þriðjudaginn 30. september klukkan 09:00, áætlað er að framkvæmdum ljúki á föstudaginn 3. október klukkan 15:00. Lokun verður sett upp á Norðurnesvegi vegna vinnunnar, sjá meðfylgjandi mynd.

Skjamynd-2025-09-29-112123

Unnið verður að upphækkun gatnamóta og einnig verður lögð vatnslögn undir veg og hún tengd við dreifilögn sem er í hljóðmön við Norðurnesveg.

Göngubrú verður komið yfir skurðinn á gangbraut til að tryggja aðgengi gangandi vegfarenda.