Malbikun á Garðavegi
Framkvæmdir verða á Garðavegi, í næstu viku.
Loftorka mun vinna við að fræsa, hefla og malbika Garðaveg, milli Álftanesvegar og Garðakirkju, frá næstkomandi mánudag 15. júlí til og með fimmtudagsins 18. Júlí 2024.
Áætlað er að framkvæmdin verði með eftirfarandi hætti:
- Mánudagur 15/7 – Miðvikudagur 17/7: Mun Loftorka vinna við að fræsa, hefla og þjappa götukaflann.
Byrjað verður um klukkan 9 og unnið fram eftir degi.
Opið veður fyrir umferð, en þrengt að og hraði tekinn niður, sjá meðfylgjandi lokunarplan:
- Fimmtudagur 18/7: Mun Loftorka vinna við malbikun á götukaflanum.
Byrjað verður um klukkan 9 og unnið fram eftir degi.
Götukaflinn verður lokaður fyrir alla umferð á meðan framkvæmd stendur, en hjáleiðir verða merktar eins og sýnt er á meðfylgjandi lokunarplani: