Malbikun Garðavegar
Loftorka mun vinna við að fræsa, hefla og malbika Garðaveg, milli Garðaholtsvegar og Herjólfsbrautar, frá næstkomandi mánudag 26. ágúst til og með föstudagsins 29. ágúst 2024.
Loftorka mun vinna við að fræsa, hefla og malbika Garðaveg, milli Garðaholtsvegar og Herjólfsbrautar, frá næstkomandi mánudag 26. ágúst til og með föstudagsins 29. ágúst 2024.
Áætlað er að framkvæmdin verði með eftirfarandi hætti:
- Mánudagur 26/8 – Miðvikudagur 28/8: Mun Loftorka vinna við að fræsa, hefla og þjappa götukaflann.
Byrjað verður um klukkan 9 og unnið fram eftir degi, eða til ca. 16.
Götukaflinn verður lokaður að mestu leyti á meðan framkvæmd stendur yfir, en íbúum verður hleypt um svæðið eins og hægt er.
- Fimmtudagur 29/8 – Föstudagur 30/8: Mun Loftorka vinna við malbikun á götukaflanum.
Byrjað verður um klukkan 9 og unnið fram eftir degi, eða til ca. 16.
Götukaflinn verður lokaður fyrir alla umferð á meðan framkvæmd stendur yfir, en hjáleiðir verða merktar eins og sýnt er á meðfylgjandi lokunarplani: