15. nóv. 2023

Malbikun í Löngulínu

Miðvikudaginn 15. nóvember verður unnið að malbikun í Löngulínu við Sjálandsskóla.

  • Malbikun í Löngulínu 15. nóvember 2023
    Malbikun í Löngulínu 15. nóvember 2023

Miðvikudaginn 15. nóvember verður unnið að malbikun í Löngulínu við Sjálandsskóla. Malbikunin er hluti af umferðaröryggisaðgerðum við skólann.  Unnið verður fram eftir degi.  Götukaflinn verður lokaður fyrir alla umferð meðan á framkvæmd stendur yfir. Hjáleið inn í hverfið verður um Norðurbrú, Strandveg, 17. júnítorg og Strikið (sjá meðfylgjandi mynd).  Vegfarendur eru beðnir um að fara varlega og fylgja umferðarmerkingum.