4. jún. 2024

Malbikun í Löngumýri og Brekkulandi

Miðvikudaginn 5. júní mun Loftorka vinna við malbikun í Löngumýri og Brekkulandi, ef veður leyfir.


Áætlað er að framkvæmdir verði með eftirfarandi hætti:

Miðvikudagur, 5.júní:

  • Langamýri: frá Löngumýri nr.3 að Löngumýri nr.39. Byrjað verður um klukkan 9 og unnið til hádegis. Áætlað að opna fyrir umferð um 13 leytið.
  • Brekkuland: frá Suðurnesvegi að Tjarnarbrekku. Áætlað er að vinna hefjist um klukkan 13 og unnið fram eftir degi, eða til ca. 16-17.

Götukaflarnir verða lokaðir fyrir alla umferð á meðan framkvæmdir standa yfir, sjá meðfylgjandi lokunarplön.

Langamyri

Brekkuland
Íbúar eru beðnir um að taka tillit til þessara framkvæmda, leggja bílum sínum á bílastæðum í kringum svæðin og nýta sér góðar gönguleiðir, rétt á meðan framkvæmd stendur yfir.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda.