9. des. 2016

Tilnefningar vegna framúrskarandi árangurs í íþróttum

Óskað er eftir tilnefningum frá félögum um alla þá einstaklinga sem kunna að hafa náð titlum innanlands eða utan á árinu 2016. Viðurkenningar eru einnig fyrir landsliðsþátttöku skv. skilgreiningu viðkomandi sérsambands ÍSÍ.

Íþróttahátíð Garðabæjar er haldin ár hvert í byrjun janúar þar sem veittar eru viðurkenningar fyrir „framúrskarandi árangur“ á liðnu ári. Íþróttahátíð Garðabæjar verður haldin 8. janúar kl. 13:00-15:00 í fimleikasalnum í Ásgarði.

Óskað er eftir tilnefningum frá félögum um alla þá einstaklinga sem kunna að hafa náð titlum innanlands eða utan á árinu 2016. Viðurkenningar eru einnig fyrir landsliðsþátttöku skv. skilgreiningu viðkomandi sérsambands ÍSÍ.

Þeir sem koma til greina eru:
a. allir iðkendur félaga (og deilda) innan Garðabæjar sem tilheyra ÍSÍ
b. þeir sem búa í Garðabæ en stunda íþróttir utan bæjarmarka sem ekki er boðið upp á í Garaðbæ en falla undir sérsambönd ÍSÍ.

Skilafrestur á upplýsingum í meðfylgjandi excel-skjali er til 13. desember til íþróttafulltrúa, karijo@gardabaer.is